Frétt

bb.is | 04.02.2003 | 12:02Stórhættulegt leiktæki á lóð Grunnskólans á Ísafirði?

Kastalinn á skólalóðinni.
Kastalinn á skólalóðinni.
Kastali sem er meðal leiktækja á skólalóð Grunnskóla Ísafjarðar kom til umfjöllunar á fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar í síðustu viku. Á fundinum var lagt fram til kynningar bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, þar sem athugasemdir eru gerðar við nokkur atriði varðandi umræddan kastala. Tveir af fulltrúum í fræðslunefnd, Kolbrún Sverrisdóttir og Vilhelmína Guðmundsdóttir, gerðu harðorða bókun vegna þessa máls og telja að fjarlægja beri umrætt leiktæki tafarlaust, enda sé gerð þess ólögleg og veruleg hætta á stórslysum. Þær segjast ekki taka ábyrgð á því að bíða eftir áætlun um úrbætur.
Bókun Kolbrúnar og Vilhelmínu er svohljóðandi:

„Eftir að hafa séð skýrslu heilbrigðis- og vinnueftirlitsfulltrúa um umrætt leiktæki á skólalóðinni teljum við að fjarlægja beri það tafarlaust. Í skýrslunni kemur m.a. fram, að allar klemmuvarnir vanti, auk þess sem öll bil í kastalanum eru ólögleg. Við teljum ekki horft fram hjá því að veruleg hætta á stórslysum á borð við fingramissi, alvarlega höfuðáverka eða hengingar séu fyrir hendi í umræddu leiktæki og munum hvorki una því né taka á því ábyrgð að bíða eftir áætlun um úrbætur, miðað við fjármagns- og framkvæmdahraða sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur í málefnum sem varða grunn- og leikskóla.“

Fræðslunefnd samþykkti að fela forstöðumanni að ræða við skólastjóra og tæknideild um úrlausnir.

„Við vitum af þessari umræðu en ég hef ekki ennþá séð bókun fræðslunefndar“, sagði Skarphéðinn Jónsson skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði í samtali við bb.is í morgun. „Fyrir það fyrsta eru þessar athugasemdir heilbrigðiseftirlitsins nýlega til komnar en við ætlum að sjálfsögðu að bregðast við þeim. Við höfum svigrúm til 1. júní til að verða við kröfum eftirlitsins eða fjarlægja kastalann.

Húsverði hefur verið falið að gera úttekt á því hversu umfangsmiklar lagfæringar þurfi að gera á kastalanum til að hann uppfylli gerðar kröfur. Ef það krefst mikilla framkvæmda að laga kastalann, þá tökum við hann væntanlega niður. Ef þetta eru smávægilegar lagfæringar, þá gerum við þær. En ef til framkvæmda kemur í húsnæðismálum skólans í sumar, þá víkur kastalinn væntanlega hvort eð er vegna staðsetningar sinnar á skólalóðinni.

Mér vitanlega hafa ekki verið gerðar athugasemdir við kastalann áður. Það verður að hafa í huga að þetta eru ný viðmið heilbrigðiseftirlitsins. Þessar reglur voru settar í desember þannig að það er ekki hægt að ætlast til þess að allir hlutir séu farnir að uppfylla þau viðmið strax. Við verðum líka að hafa í huga að óhöpp geta alltaf átt sér stað, sama hversu ítarlega staðla við setjum“, sagði skólastjóri.

„Þetta minnir mig á umræðuna um leikvöllinn í Bretlandi þar sem krakkar voru búnir að leika sér í aldarfjórðung en var lokað vegna nýrra reglna hjá ESB. Af hverju var hann allt í einu orðinn svo bráðhættulegur? En við munum meta kostnað við aðgerðir og að sjálfsögðu bregðast við til að uppfylla sett skilyrði“, sagði Skarphéðinn Jónsson skólastjóri.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli