Frétt

Múrinn - Steinþór Heiðarsson | 04.02.2003 | 10:14Samúðarkveðjur til sýningarstjóra

Sjö manns fórust þegar geimferjan Columbia sprakk á leið til jarðar um helgina. Það var fyrsta frétt í fréttatíma Ríkissjónvarpsins að rannsókn væri hafin á slysinu. Ekki er fyllilega ljóst hvað var svona fréttnæmt við það enda hefði það frekar talist til tíðinda ef ekki ætti að rannsaka málið. En við getum búist við einni frétt um málið á hverju kvöldi næstu daga og jafnvel vikur. Bersýnilega er það sú staðreynd að þetta var geimferðaslys, sem dregur svo mikla athygli að dauðdaga sjömenninganna. Fjölmiðlar eru ennþá alvarlega veikir fyrir geimferðum og vélmennasendingum til Mars sem eru einhver furðulegasta leið til peningaeyðslu á okkar tímum. Ef litið er til Bandaríkjanna sætir furðu að almenningur styðji slíka sóun á sama tíma og ýmiss konar félagsleg vandamál eru að ríða milljónum manna á slig.
En það eru ekki bara fjölmiðlar sem draga fólk í dilka eftir því hvers konar slys verða því að fjörtjóni. Forseti Íslands sendi Bandaríkjunum og Ísrael sérstakar samúðarkveðjur vegna slyssins. Sama hafa Jiang Zemin, Gerhard Schröder, Jacques Chirac, Tony Blair og Atal Bihariu Vajpayee gert, svo nokkrir séu nefndir. Ekki svo að skilja að það sé neitt rangt við að votta aðstandendum hinna látnu samúð sína en hvað hefur það með ríki og ríkisstjórnir að gera? Furðulegust er sú skoðun Kofi Annan að slysið hafi verið áfall fyrir allt mannkyn.

Er það kannski tilfellið að geimferðir séu nú til dags farnar ríkjum og ríkisstjórnum til dýrðar? Er það, sem Halldór Laxness lýsti þannig að mönnum væri troðið í dós, skotið út í loftið og þveitt í hringi kringum jörðina, einmitt tákn um mátt þeirra og megin sem völdin hafa eins og á dögum kalda stríðsins? Er það þess vegna sem ríkisstjórnum og þjóðum eru sendar samúðarkveðjur - af því að sýningin mistókst en ekki af því að sjö manneskjur týndu lífinu?

Sjö háskólanemar létust í snjóflóði í Kanada um helgina. Fjörutíu manns fórust í sprengingu í Nígeríu. Meira en þrjátíu létust í eldsvoða í Kína. Fjörutíu og sex lík hafa fundist eftir rútuslys í Zimbabwe og margra er enn saknað. Ekkert hefur frést af því að opinberar samúðarkveðjur hafi verið sendar fyrir hönd allra landsmanna til Kanada, Nígeríu, Zimbabwe og Kína. En það verður auðvitað gert, er það ekki?

sh

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli