Frétt

Sturla Páll Sturluson | 03.02.2003 | 11:54Um Sjálfstæðismenn, fréttir og „ekki“-fréttir

Sturla Páll Sturluson.
Sturla Páll Sturluson.
Ósköp er nú aumkunarvert að horfa upp á hvern sjálfstæðisráðherrann af öðrum koma fram grátandi yfir því að fjölmiðlafólk á Íslandi sé að leggja þá í einelti. Þessi grey koma fram fyrir alþjóð grátbólgin og kvartandi eins og stráklingar sem lagðir hafa verið í einelti af hverfagenginu í mörg ár. En er einhver ástæða til þess að vorkenna þeim? Eru þetta ekki fullorðnir menn sem taka þátt í pólitík af fúsum og frjálsum vilja? Héldu þessir drengir að pólitíkin væri einhver halelújasamkoma eins og stuttbuxna- og unglingabúðir Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeir hafa væntanlega slitið barnsskónum og matrósafötunum sínum, á sama tíma og þeir voru forritaðir með bláu diskettunni?
Fyrstan má þar frægan telja Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, sem virðist trúa því statt og stöðugt að engum fiski sé kastað fyrir borð af íslensku fiskiskipi. Allt tal og fréttaflutningur þar um sé tilbúningur fjölmiðlamanna, sem vegna einhverra annarlegra hvata dundi sér við það að útbúa slíkar ekki-fréttir. Fréttir af því hvernig kótakerfið hefur haft bein áhrif á hnignun landsbyggðarinnar eru sagðar vera algert bull og uppspuni frá rótum, vandinn þar sé allt annar. Þvergirðingshátturinn þar á bæ er svo mikill, að nú er búið að stefna fjölmiðlafólki fyrir Hæstarétt vegna fréttaflutnings af brottkasti smáfisks.

Næst má frægan telja nafna minn, samgönguráðherrann Sturlu Böðvarsson, en fyrir stuttu birtist pistill hans hér á bb.is þar sem fram komu grófar ávirðingar á hendur fjölmiðlafólki. Þar heldur hann því fram að fjölmiðlafólk dundi sér við það að búa til fréttir um pólitíkusa eins og hann, fréttir um eitthvað sem ekki sé flugufótur fyrir. Telur nafni að fjölmiðlafólk dundi sér við þetta, sér og öðrum til skemmtunnar.

HALLÓ!! Hvert eru þessu ágætu menn að fara og hvernig komust þeir eiginlega í ráðherrastóla? Trúa þeir því virkilega, að stór hluti fjölmiðlamanna sitji heilu og hálfu dagana við að spinna upp fréttir og sögur af óförum ráðherra Sjálfstæðisflokksins?

Þá er athyglisvert að sjá í pistlinum frá Sturlu dulbúna hótun sem ráðherrann sendir fjölmiðlafólkinu, þ.e. ef það ætlar sér að halda áfram uppteknum hætti og flytja „óþægilegar“ fréttir af ráðherranum, eða hvað annað er hægt að lesa úr þessum orðum ráðherrans:

„DV og Fréttablaðið keppast við að segja þessar „ekki“ fréttir og komið hefur fyrir að Stöð 2 leyfi sér slíkan „fréttaflutning“. Og nú er Viðskiptablaðið komið í hóp prentmiðla sem leyfa sér að segja ósannar fréttaskýringar á síðum blaðsins. Er leitt til þess að vita, vegna þess að blaðið hefur verið að skapa sér þá stöðu að teljast trúverðugt og faglegt í sinni umfjöllun.“

Sem sagt, DV, Fréttablaðið og Stöð 2 eru hvorki trúverðug né fagleg og aumingja Viðskiptablaðinu er nú hótað því að það muni einnig lenda í úrkastinu fyrir það eitt að leyfa sér að birta óþægilegar fréttir af ráðherranum.

Í gegnum árin hafa pólitíkusar mátt búa við það, að fréttaflutningur af þeim og þeirra gjörðum hefur ekki alltaf verið sannleikanum samkvæmur. Hafa þeir þá komið fram opinberlega og svarað efnislega fyrir sig en ekki ráðist með reidda öxi að boðberanum, sem eingöngu færir tíðindin, og reynt að höggva hann í herðar niður.

Svona vinnubrögð eru farin að minna um margt á vinnubrögð sem viðhöfð voru og eru í mörgum einræðisríkjum. Hvað kemur næst? Fara ráðherrarnir fram á að allar fréttir af þeim verði ritskoðaðar? Munu þeir beita sér fyrir því að fjölmiðlum, sem ekki fylgja flokkslínunni og leyfa sér að skrifa „neikvæðar“ fréttir af ráðherrunum, verði hegnt á einhvern hátt af ríkisvaldinu, eða er það kannski gert nú þegar? Við hverju er að búast af ráðherrum sem virðist vera svo þjakaðir af paranoia? Sannleikanum er jú hver sárastur.

– Sturla Páll Sturluson,
formaður Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli