Frétt

Björgvin G. Sigurðsson | 03.02.2003 | 10:56Óupplýst mannshvörf

Umræða um mannshvörf skýtur af og til upp kollinum. Nokkur fjöldi slíkra mála er óupplýstur og að baki hverju ólýsanlegur harmleikur. Í nóvember 1999 lagði undirritaður fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra um fjölda óupplýstra mannshvarfa, ef frá eru taldir þeir sem farist hafa við störf á sjó, síðan 1944 sundurliðað eftir áratugum þegar fólkið hvarf. Á daginn kom að á árabilinu 1944-1999 voru þau talin vera 42. Mannshvörf eru alvarleg mál og nauðsynlegt er að átta sig á umfangi þeirra og því hve vandinn er mikill, ekki síst til að varpa ljósi á sögur um mannshvörf í undirheimum eiturlyfjanna og þá dæmalausu hörku og ófyrirleitni sem þar viðgengst. Í svari dómsmálaráðherra í upphafi árs 2000 við fyrirspurninni kemur fram að Haukur Bjarnason, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, tók á sínum tíma saman upplýsingar um horfna menn á árunum 1945-1990.
Í maí á árinu 1999 var sett af stað hjá ríkislögreglustjóra vinna við heildarskrá yfir horfna menn. Þeirri vinnu var ekki lokið þegar svarið barst en samkvæmt bráðabirgðasamantekt eru horfnir menn á árunum 1945-1999 taldir vera 42. Þá eru undanskildir þeir sem hafa farist við störf á sjó. Athyglisvert er að bera óupplýst mannshvörf saman við fjölda þeirra í nágrannalöndunum. Norðurlöndin eru þau samfélög vestræn sem líkjast okkar að gerð og uppbyggingu og myndi samanburður á fjölda óupplýstra mannshvarfa í þeim löndum varpa ljósi á umfang vandans hérlendis. Í því ljósi hefur undirritaður kallað eftir slíkum samanburðarupplýsingum á Alþingi og er svars að vænta á næstu vikum frá dómsmálaráðherra.

Einnig er spurt hvort ráðgert sé að stofna sérstaka rannsóknarnefnd til að vinna að upplýsingu mannshvarfa til þess að leiða fleiri mannshvörf til lykta. Slík rannsóknarnefnd á mannshvörfum gæti t.d. haft náið samstarf við fíkniefnalögregluna, enda oft tenging á milli veraldar eiturlyfjanna og mannshvarfa. Aukin harka í fíkniefnaheiminum hefur talsvert verið rædd að undanförnu í kjölfar þess að foreldrar og aðstandendur eiturlyfjaneytenda hafa upplýst um framgang handrukkara við innheimtu fíkniefnaskulda.

Það er skoðunarinnar virði að setja á stofn slíka rannsóknarnefnd, tímabundið jafnvel, til að vinna að upplýsingasöfnun, enda vart við það unað að mannshvörf séu ekki til lykta leidd nema allar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Í fyrirspurninni var einnig spurt hve oft lögreglan hefur rannsakað mannshvörf sem hugsanleg sakamál. Í svarinu kemur fram að 3. töluliður 66. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, kveður á um að rannsókn skuli fara fram þótt ekki liggi fyrir sérstakur grunur um refsivert atferli.

„Upplýsingar um fjölda málanna liggja ekki fyrir og eru ekki aðgengilegar aftur til ársins 1944. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf að færa málaskrá í tölvu árið 1988,“ segir í svarinu. Þá kemur fram að önnur lögregluembætti hófu tölvuskráningu mála síðar. Fara hefði þurft í gegnum þær og yfirfara rannsóknargögn svo að svara mætti um afdrif málanna og augljóst er að slík athugun tæki lögregluembættin langan tíma. Því er að hluta til stuðst við minni lögreglumanna í þessum hluta svarsins og nefnd eru þrjú mannshvörf sem „hugsanleg sakamál“.

– Björgvin G. Sigurðsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, skrifar um daginn og veginn í Fréttablaðið.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli