Frétt

kreml.is - Þröstur Freyr Gylfason | 02.02.2003 | 12:20Augljós ógn við friðinn

Þröstur Freyr Gylfason.
Þröstur Freyr Gylfason.
Strax í september á síðasta ári kynnti Tony Blair skýrslu bresku ríkisstjórnarinnar um vopnaeign Íraka. Þar kom fátt nýtt fram og engar sannanir. Hins vegar voru þar fullyrðingar um að Írakar gætu hugsanlega komið sér upp kjarnorkuvopnum á næstu 2 árum. Einnig var rakið að Írakar ættu nú þegar efnavopn sem hægt væri að beita. Írakar neituðu þessu og sögðust reiðubúnir að hleypa vopnasérfræðingum inn í landið til að sannreyna að ekkert væri hæft í þessum fullyrðingum.
Síðar krafðist Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þess að Írakar legðu fram nákvæma skýrslu um vopnamál sín. Það gerðu þeir reyndar á tilsettum tíma, skiluðu 11.800 þúsund blaðsíðna skýrslu en því miður tóku Bandaríkjamenn eina heila eintakið í sína vörslu. Þrátt fyrir loforð um að afrita skýrsluna og afhenda hinum ríkjunum sem áttu sæti í Öryggisráðinu, fengu þau aðeins misstóra ritskoðaða parta. Þetta var vitaskuld mjög óheppilegt.

W. Bush hélt svo stefnuræðu fyrir bandaríska þingið á þriðjudagsnótt. Þar sagðist hann enn og aftur hafa nóg af sönnunum fyrir vopnaeign Íraka. Bush sagði að Colin Powell muni kynna þær fyrir Öryggisráðinu í næstu viku. Í gær var blaðamannafundur í Hvíta húsinu. Eftir að fjölmiðlafulltrúa Bandaríkjaforseta hafði verið tíðrætt um sannanirnar sem lagðar yrðu fram, þá var hann spurður beint: „Mun Powell leggja fram nýjar sannanir í næstu viku?“ Svar fjölmiðlafulltrúans var: „I think that he will, in effect, connect the dots about what is known.“

Svona er staðan: Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa verið í Írak í rúma tvo mánuði. Þeir hafa ferðast um landið þvert og endilangt, ásamt því að notast við þyrlur hluta tímans. Þar fyrir utan hafa Bandaríkjamenn skammtað vopnaeftirlitinu upplýsingar úr gerfihnöttum. Enn hefur ekkert markvert fundist sem gæti sannað gereyðingavopnaeign Íraka. Þótt eftirlitið hafi fengið aðgang að „viðkvæmum svæðum“, svo sem forsetahöllum o.s.frv. þá hefur ekkert gengið í því að finna sönnunargögn.

Af hverju hafa Bandaríkjamenn ekki lagt öll spilin sín á borðið? Hvað gerir leyndin, jafnvel gagnvart öðrum ríkjum innan Öryggisráðsins, annað en að ala á tortryggni og gera málin enn flóknari? Best væri að uppfræða án tafar önnur ríki Öryggisráðsins og skilyrðislaust hin fjögur sem hafa þar fast sæti og neitunarvald. Kínverjar og Rússar hafa krafist þess að Bandaríkin leggi fram beinharðar sannanir fyrir efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopnaeign Íraka. Af 15 ríkjum í Öryggisráðinu hafa nú sex ríki sett fram kröfur um beinharðar sannanir frá Bandaríkjamönnum. Þessi sömu ríki vilja gefa vopnaeftirlitsmönnum aukinn frest til að vinna starf sitt.

Allir geta verið sammála um það að Saddam Hussein er hættulegur umhverfi sínu. Hann hefur gefið til kynna hverjir draumar hans eru um framtíðina og eru þeir harla óskemmtilegir. Svo vitnað sé til utanríkisráðherra Íslands við umræður á Alþingi: „[E]f þessi maður býr yfir gjöreyðingarvopnum með þeim afleiðingum sem það gæti haft í för með sér, þá stendur alþjóðasamfélagið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu.“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er hið eina í alþjóðakerfinu sem getur heimilað aðgerðir í líkingu við það að afvopna Saddam Hussein. Ekki verður betur séð en að það stangist á, annarsvegar að heimta vandaða og hraða afgreiðslu á heimild frá Öryggisráðinu, og á sama tíma hindra að upplýsingar nái til þeirra fulltrúa sem þar sitja.

Ef ríki ákveddi að fara í hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki án heimildar Öryggisráðsins er um að ræða augljósa ógn við friðinn. Upplýsingagjöf og almennileg samskipti innan ráðsins væru örugg skref í rétta átt.

Þröstur Freyr Gylfason.

Kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli