Frétt

pólitík.is - ritstjórnargrein | 02.02.2003 | 12:16Í viðjum fátæktar á Íslandi

Á Íslandi hefur því verið haldið fram að hér ríkti góðæri og svo hafi verið um nokkurra ára skeið. Það er hinsvegar sláandi að á sama tíma og þetta svokallaða góðæri hafi ríkt búi hér fólk við sára fátækt og þurfi bókstaflega að þiggja ölmusu til að geta þrifist -- þetta er í landi sem er á meðal allra ríkustu þjóða heims. Fólk á ekki fyrir nauðsynjum, læknisaðstoð eða greiðslu reikninga og þannig sekkur þetta fólk sífellt dýpra í viðjar þunglyndis og angistar.
Íslendingar hafa á liðnum árum notið meiri farsældar en dæmi eru til um, þjóðartekjur hafa vaxið jafnt og þétt og mun meira en áður hefur þekkst, kaupsýslumenn hafa farið um víða veröld til að leita nýrra viðskipta og þannig fært miklar tekjur hingað til lands. Þá hafa íslensk fyrirtæki skilað meiri arði en áður hefur þekkst. Meirihluti þjóðarinnar hefur á þann hátt notið góðs af þessum miklu framförum. Aldrei fyrr hafa Íslendingar haft jafnmikla fjármuni milli handana. Það er því óneitanlega gríðarleg þversögn í því að einmitt á slíkum tíma skuli fátækt aukast hér á landi frá ári til árs.

Vandinn eykst

Þúsundir einstaklinga þurfa nú að leita sér aðstoðar hjá hinum ýmsu hjálparstofnunum, sem vinna mjög óeigingjarnt starf með það eitt að leiðarljósi að reyna að binda endi á eymdina hjá fjölda fólks. Stofnanir og samtök eins og Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, félagsþjónustan og Rauði krossinn segja öll sömu söguna: fátækt fer vaxandi hér á landi og fólk er í auknum mæli farið að feta hin erfiðu spor til góðgerðarstofnana í von um aðstoð. Sem dæmi má nefna að Félagsþjónusta Reykjavíkur segir að útgjöld sín í formi fjárhagsaðstoðar til fólks hafi aukist um 41% milli áranna 2001 og 2002, en til skýringar þá getur fólk sem hefur tekjur yfir 67 þúsund krónum ekki sótt um aðstoð hjá félagsþjónustunni. Þetta sýnir þau vandræði sem fjölskyldur eru að glíma við, aukin skuldavandi og engar aðrar tekjur en félagslegar bætur svo dæmi séu tekin. Auk þess hefur Hjálparstofnun kirkjunnar sagt að fólk sé farið að leita til hennar í auknum mæli, fjölgunin milli áranna 2001 og 2002 er 30%, þetta er fólk sem er að sækjast eftir mataraðstoð, ráðgjöf og jafnvel fé til að geta greitt lyf sín og reikninga. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þessa aðstoð en stærsti hópurinn er öryrkjar, einstæðar mæður, láglaunað fjölskyldufólk, atvinnulausir, ellilífeyrisþegar og nemar. Þetta er lýsandi dæmi um hvernig þjóðfélagið hefur brugðist skyldum sínum gagnvart fólki sem minna má sín í þjóðfélaginu og hvernig öryggiskerfið í velferðarmálum Íslendinga er brostið, en þessu trausta öryggisneti höfum við löngum verið stolt af. Ekki síst sýnir þetta þó hvernig ráðamenn hafa skellt skollaeyrum við stjórnarskrárbundnum rétti þess fólks sem hefur staðið höllum fæti í þjóðfélaginu og er í brýnni þörf á aðstoð að halda.

Æ stærri hópur fólks lendir í þeirri skelfilegu lífsreynslu að festast í gildru fátæktar -- vítahring sem fólki reynist oft ókleifur múr, þrátt fyrir að það sé allt af vilja gert til að bjarga sér upp á eigin spýtur án aðstoðar annarra. Það er óskemmtileg upplifun að neyðast til að viðurkenna neyð sína á þennan hátt; að kyngja stolti sínu og þurfa að leggja á sig þá þrautargöngu að leita ásjár hjá öðrum. Þessi mál hafa ekki farið mjög hátt í samfélaginu og er komin tími til að rödd þessa fólk heyrist og það fái einhverja kjarabót. Okkar sterka öryggisnet sem á að vera einn höfuðkostur í íslensku velferðarkerfi er í dag svo götótt að hundruðir einstaklinga hafa ekki bolmagn til að framfleyta sér og sínum.

Hverjum er að kenna?

Ég tel ekki hinn minnsta vafa leika á því að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji að hér verði stjórnað af meiri réttsýni og samhyggju en hefur verið gert á liðnum árum. Því miður hafa ráðamenn þessarar þjóðar stjórnað landinu á undanförnum árum á þann hátt að það hefur einkennst af því að samhjálp, jöfnuður og félagshyggja er á undanhaldi, en það er mín trú að það hljóti að vera þvert á vilja þjóðarinnar. Það er brýnt verkefni fyrir þjóðfélagið að treysta á nýjan leik öryggisnet velferðarkerfisins og bæta kjör þeirra einstaklinga sem minna mega sín, þannig að hægt sé að losa fólk úr fjötrum fátæktar sem verður sífellt sýnilegri og áþreifanlegri í þjóðfélaginu.

Ólafur Ingi Guðmundsson.

Pólitík.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli