Frétt

mbl.is | 01.02.2003 | 14:02Sá sjötti seldur frá Leeds

Jonathan Woodgate.
Jonathan Woodgate.
Newcastle innsiglaði kaupin á varnarmanninum Jonathan Woodgate frá Leeds réttri klukkustund áður en lokað var fyrir kaup og sölu á knattspyrnumönnum í Evrópu í gær. Þá undirritaði Woodgate samning við Newcastle eftir að hafa lokið við læknisskoðun sem hann stóðst í alla staði. Newcastle borgaði 9 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 1,1 milljarðs fyrir Woodgate, og hefur þar með selt sex leikmenn á nokkrum mánuðum fyrir um 50 milljónir punda eða sem svarar til um 6,5 milljarða króna.
Salan á Woodgate eykur enn óánægju Terry Venables, knattspyrnustjóra Leeds, sem eins og áður segir hefur þurft að sjá á eftir hverjum framúrskarandi knattspyrnumanninum frá félaginu síðan hann tók við stjórn liðsins í sl. sumar. Fyrir vikið er farið að þykkna í Venables og óvíst að hann verði til langframa í starfi sínu. Sé Venables óánægður þá er gremja stuðningsmanna liðsins enn meiri og kom hópur af hörðustu stuðningsmönnum Leeds saman fyrir framan Elland Road til að lýsa yfir megnri óánægju með störf Peters Ridsdale stjórnarformanns. Ridsdale segir aftur á móti að Leeds sé nauðugur sá kostur að selja leikmenn til þess að grynnka á skuldunum sem hafi verið orðnar óheyrilega miklar. Þrátt fyrir skuldahalann þá náði liðið samningum við Real Madrid á elleftu stundu í gær um að fá leigðan Raul Bravo frá spænska liðinu fram til vors. Bravo, sem hefur leikið með 21 árs landsliði Spánar, hefur ekki átt upp á pallborðið hjá þjálfara Evrópumeistaranna á leiktíðinni og var feginn því að fá tækifæri til að róa á önnur mið.

Reiknað er með því að Woodgate leiki í fyrsta sinn með Newcastle á morgun þegar liðið tekur á móti Englandsmeisturum Arsenal. Sir Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, er hins vegar í sjöunda himni yfir að hafa krækt í hinn unga og vaska varnarmann enda hefur hann haft á honum augastað í nokkurn tíma. Woodgate er 23 ára gamall og hefur verið í röðum Leeds í tíu ár.

Eftir talsverða eftirgangsemi tókst Southampton að öngla í hinn efnilega miðvallarleikmann Nottingham Forest, David Prutton, síðdegis í gær, en í fyrradag hafði tilboði félagsins í Prutton verið vísað á bug. Southampton reiddi fram 2,5 millj. punda, um 320 millj. króna, fyrir pilt sem leikið hefur með 21 árs landsliði Englendinga.

Þá tókst West Ham að fá David Noble frá Arsenal og gerði við hann samning fram á vorið. Noble hefur ekki lánast að komast í stjörnum prýtt lið ensku meistaranna síðan hann kom til þeirra fyrir fjórum árum. Var hann m.a. í láni hjá Watford hluta úr síðustu leiktíð. Noble vonast til að geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar hjá West Ham svo liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni, annars þykir líklegt að hann verði að finna annað skip og annað föruneyti í sumar.

Forráðamenn Sunderland leggja allt í sölurnar til þess að halda liðinu áfram í úrvalsdeildinni og í gær höfnuðu þeir tilboðum frá Manchester United og Liverpool í David Bellion. Þessi tvítugi kantspilari hefur um nokkrut skeið verið undir smásjánni hjá Sir Alex Ferguson en áhugi Liverpool er nýr af nálinni.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli