Frétt

bb.is | 31.01.2003 | 08:06Krefjast úrbóta í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði þegar í stað

Bryndís Friðgeirsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Halldór Halldórsson, Ingibjörg Kjartansdóttir og Eyleif Hauksdóttir.
Bryndís Friðgeirsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Halldór Halldórsson, Ingibjörg Kjartansdóttir og Eyleif Hauksdóttir.
„Við undirritaðir foreldrar barna við Grunnskóla Ísafjarðarbæjar krefjumst þess að nemendum skólans verði þegar í stað tryggð fullnægjandi aðstaða til náms í húsnæði sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. Í dag fer kennsla yngstu bekkjanna fram í aldargömlum hjalli sem hvorki heldur vatni né vindum eða er forsvaranlegur með tilliti til eldvarna. Foreldrar eru ekki tilbúnir til að sætta sig við þetta ástand lengur né bíða í nokkur ár eftir viðhlítandi lausn. Skorað er á bæjaryfirvöld að koma upp færanlegum kennslustofum strax í vetur til bráðabirgða fyrir yngstu bekkina svo að skólahald geti farið fram með eðlilegum hætti.“
Þannig hljóðar áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem liðlega 270 manns, foreldrar og aðstandendur barna í Grunnskólanum á Ísafirði, skrifuðu undir og afhent var fulltrúum Ísafjarðarbæjar í gær. Eyleif Björg Hauksdóttir, Guðrún Karlsdóttir og Ingibjörg Guðný Kjartansdóttir, mæður barna í 1. og 2. bekk Grunnskólans á Ísafirði, afhentu Halldóri Halldórsyni bæjarstjóra og Bryndísi Friðgeirsdóttur fulltrúa minnihluta bæjarstjórnar undirskriftirnar á skrifstofu bæjarstjóra. Vilja þær með þessu leggja áherslu á að núverandi aðstaða barna á 2. hæð gamla barnaskólans sé óviðunandi og að til tafarlausra aðgerða verði að grípa svo að börnin þurfi ekki að mæta þar aftur til kennslu í haust.

Fulltrúar bæjarstjórnar og foreldrarnir ræddu málefni skólans í rúma klukkustund. Bæði Halldór og Bryndís voru sammála foreldrunum í því að ástandið væri óviðunandi. Halldór sagði að of mikil orka hefði farið í það gegnum tíðina að ræða hvort rífa ætti gamla barnaskólann en nú lægi fyrir að ekki væri hægt að rífa húsið, hvort sem menn hefðu áhuga á því eða ekki. „Húsið hefur ekki verið friðað formlega en húsafriðunarnefnd hefur gert okkur skýra grein fyrir því að beitt verði ákvæðum um skyndifriðun ef bæjarstjórn sýni einhverja tilburði til að rífa húsið“, sagði Halldór.

Bryndís Friðgeirsdóttir kenndi um árabil í húsinu og tók undir sjónarmið foreldra varðandi erfiðan aðbúnað þar. Sagði hún að í gegnum tíðina hefðu kennarar verið smeykir við eldhættu og fundið fyrir leka og öðrum vandamálum í húsinu. Í máli fundarmanna kom þó fram að ekki væri við húsið að sakast, sem gæti verið hin mesta prýði, heldur frekar áralanga vanrækslu og að það uppfyllti ekki lengur þær kröfur sem gerðar væru til húsnæðis fyrir barnakennslu. „Við sjáum að húsið er ótrúlega vel byggt, að það skuli standa uppi, miðað við það viðhaldsleysi sem það hefur mátt þola“, segir Bryndís. Lagði hún áherslu á að byggingarsaga skólahúsanna væri að hennar dómi hreinasta hörmung sem staðið hefði yfir afar lengi. Menn hefðu verið fastir í því gegnum tíðina að rífast um byggingar og ekki tekist að horfa fram á við. „Húsbyggingamál Grunnskólans snúast ekki um gamla barnaskólahúsið. Húsafriðunarnefnd er ekki blóraböggullinn í málinu. Það eina sem hefur komið út þessu hugmyndaflugi er 100 milljón króna bráðabirgðalausn úti í Kaupfélagi“, sagði Bryndís.

Halldór Halldórsson greindi frá því að nú væri starfandi undirbúningshópur vegna byggingar framtíðarhúsnæðis fyrir Grunnskólann á Ísafirði og að honum væri ætlað vinna hratt á grunni þeirra tillagna sem komu fram í hugmyndasamkeppni nú í vor. Honum væri m.a. falið að leysa það vandamál hvað yrði um börnin í haust ef til framkvæmda kæmi en sagði vandkvæðum bundið að koma við færanlegum kennslustofum vegna plássleysis. Vænlegra þætti að reisa hið fyrsta byggingu sem félli inn í framtíðarmynd skólahúsnæðisins og hefði 6 til 8 kennslustofur, þannig að hægt yrði að rýma gamla barnaskólann.

Í lok fundarins lögðu mæðurnar áherslu á það sjónarmið sitt að um væri að ræða ófremdarástand og að börnin ættu ekki að þurfa að fara upp á 2. hæðina í gamla barnaskólanum aftur í haust. Halldór tók undir það og segir það vera stefnu bæjarins að bæta úr þessum málum. „Fyrst var að leysa úr fjárhagsvandræðum sveitarfélagsins, nú getum við farið að gera eitthvað. Hérna áður fyrr var bara hægt að tala því að það voru engir peningar til“, sagði bæjarstjóri.

Sjá einnig:

bb.is 24.01.2003
Undirbúningsvinna vegna framtíðarhúsnæðis GÍ gangi hratt

bb.is 17.01.2003
Kaldsöm vist grunnskólabarna á Ísafirði í aldargömlum hjalli

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli