Frétt

bb.is | 30.01.2003 | 08:50Fjölmargir styrkir í boði til framfaraverkefna og nýsköpunar

Aðsetur Atvest er í Þróunarsetrinu við Árnagötu á Ísafirði.
Aðsetur Atvest er í Þróunarsetrinu við Árnagötu á Ísafirði.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (AtVest) vekur á heimasíðu sinni athygli á möguleikum til styrkja og stuðnings, sem í boði eru til margs konar verkefna á sviði nýsköpunar og framfara. Á næstu vikum rennur út umsóknarfrestur í þremur verkefnum sem vert er að gefa gaum. Þar er um að ræða styrki frá Ferðamálaráði Íslands og Lánatryggingasjóði kvenna og styrki á vegum Norðurslóðaáætlunar.
Ferðamálaráð veitir styrki til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum og rennur umsóknarfrestur vegna þeirra út 14. febrúar. Margvísleg verkefni á Vestfjörðum hafa hlotið styrk úr þessum sjóði á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna ýmsar gönguleiðamerkingar, skiltagerð, stígagerð og styrki til að koma upp salernisaðstöðu. Styrkirnir eru veittir til framkvæmda á vegum einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga. Skilyrði er að framkvæmdirnar stuðli að verndun náttúrunnar, samhliða bættum aðbúnaði ferðamanna.

Hjá svokallaðri Norðurslóðaáætlun er hægt er að sækja um styrki til verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála, atvinnuþróunar og vistvænnar nýtingar náttúruauðlinda og verkefna sem tengjast eflingu samfélaga á norðurslóðum. Norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Skotlands ásamt Færeyjum, Grænlandi og Íslandi eiga aðild að áætluninni. Henni er ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum sem miða að því að finna lausnir eða stunda rannsóknir á sameiginlegum viðfangsefnum norðurhéraða í byggða- og atvinnumálum. Byggðastofnun rekur landsskrifstofu áætlunarinnar á Íslandi og er umsóknarfrestur til 14. mars.

Lánatryggingarsjóður kvenna sem rekinn er af Vinnumálastofnun hefur það meginmarkmið að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífinu með því að veita þeim tryggingu á lán. Sjóðurinn starfar í samvinnu við Landsbankann sem veitir 50% tryggingu á móti 50% tryggingu sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 19. febrúar. Mikilvægt er að verkefnin séu vel skilgreind og afmörkuð. Ekki er sett hámark á lánsfjárhæð en ábyrgðarfjárhæðir geta verið frá hálfri milljón króna, þannig að lægsta lán er ein milljón króna.

Frekari upplýsingar og leiðbeingar um hvernig best sé að bera sig að við umsóknir er hægt að nálgast hjá viðkomandi stofnunum og hjá AtVest. Á heimasíðu félagsins er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um starfsemi sjóðanna og tengiliði þeirra.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli