Frétt

| 11.11.2000 | 07:16Húsinu verður fundið hlutverk í framtíðarlausn

Gamli barnaskólinn á Ísafirði. Myndin er væntanlega tekin um 1910.
Gamli barnaskólinn á Ísafirði. Myndin er væntanlega tekin um 1910.
Ljóst er að gamla barnaskólahúsið við Aðalstræti á Ísafirði verður ekki rifið heldur gert upp og notað í þágu skólastarfs. Einungis á menntamálaráðherra eftir að staðfesta tillögu húsafriðunarnefndar ríkisins um friðun hússins. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á síðasta vetri að húsið skyldi rifið en slíkt er háð samþykki húsafriðunarnefndar sem féllst ekki á það. Í þessu máli hafa ólík sjónarmið vegist á: Annars vegar varðandi kostnað og notagildi og hins vegar varðandi menningarlegt og sögulegt verðmæti hússins.
Fulltrúar húsafriðunarnefndar, arkitektarnir Magnús Skúlason og Þorsteinn Gunnarsson, komu til Ísafjarðar í vikunni og áttu fund með ýmsum þeim sem málið varðar, svo sem bæjarráði og hinum nýskipaða starfshópi um framtíðarlausn á húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði. Á fundinum greindu þeir Magnús og Þorsteinn frá rökstuðningi húsafriðunarnefndar fyrir friðun hússins. Einnig kom fram, að nefndin er tilbúin til viðræðna um að fella friðun hússins að hugmyndum heimamanna um nýtingu þess.

Húsið var byggt árið 1901 og var þá aðeins ein hæð. Árið 1906 var annarri hæð bætt ofan á það. Gert er ráð fyrir að húsið verði látið halda því formi sem það fékk eftir að það varð tvær hæðir og svipur framhliðarinnar haldist. Yngri viðbygging mun verða rifin. Húsafriðunarnefnd mun fallast á að byggt verði aftan við húsið, teljist þess þörf, og að húsið megi tengjast öðrum byggingum á skólalóðinni.

Að mati Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, sem jafnframt er í starfshópnum um framtíðarlausn á húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði, væri besti kosturinn út frá nýtingarsjónarmiðum sá, að rífa húsið og byggja nýtt. „En út frá fagurfræði og sögu og þeirri staðreynd, að við högnumst sífellt meira á því að vernda gömul hús og viðhalda gamla tímanum að hluta í miðbæ og gömlum bæjarkjarna við Silfurgötu og aðliggjandi götur, þá er þetta góður kostur“, segir Halldór.

Hinn nýskipaði þriggja manna starfshópur um framtíðarlausn á húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði mun nú leita húsinu hlutverks í þágu skólastarfsins. Þar munu ýmsir kostir koma til greina, svo sem að nota húsið fyrir kennslu eða skrifstofur eða stjórnunarrými af einhverju tagi fyrir skólann. Verði byggt upp til framtíðar á gömlu skólalóðinni verður húsið hluti af þeirri heildarlausn.

Um leið og húsið verður formlega friðað öðlast eigandinn, þ.e. Ísafjarðarbær, rétt til framlaga úr húsafriðunarsjóði. Þar mun þó ekki um verulegar upphæðir að ræða. Kostnaðurinn við að gera húsið upp í samræmi við hinar ströngu reglur sem gilda um friðuð hús mun að verulegu leyti lenda á bæjarsjóði Ísafjarðarbæjar.

Samkvæmt Þjóðminjalögum má friða mannvirki, hús eða húshluta sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Tilgangur friðunarinnar er að tryggja sem best varðveislu þess mannvirkis sem um ræðir. Menntamálaráðherra ákveður friðun eða brottfall friðunar að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar ríkisins.

Tengdar fréttir

Allar leiðir verða skoðaðar

Húsafriðunarnefnd krafin skaðabóta?

Minjavörður vill friðun

Samþykkt bæjarstjórnar lagabrot?

Ákvað að rífa gamla barnaskólann

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli