Frétt

Stakkur 4. tbl. 2003 | 29.01.2003 | 11:23Sértæk byggðastefna fyrir Vestfirði?

Óneitanlega velta menn upp ýmsum möguleikum varðandi framtíð Vestfjarða. Stöðug fækkun fólks á Vestfjörðum er staðreynd. Engu að síður hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða ætlaðra til þess að tryggja byggð og auðvelda mannlíf á Vestfjörðum. Það er einkar athyglisvert að skoða áhrif bættra samgangna á íbúaþróun. Vestfjarðagöng voru umdeild utan héraðs á sínum tíma. Ýmsir andstæðingar þeirra vildu meina að verið væri að kasta fé á glæ með þessari jarðgangagerð. Ekki verður undir það tekið hér. Hins vegar er fróðlegt að athuga hvort göngin hafi yfirleitt haft nokkur áhrif á þróun byggðar. Hefur tilvist þeirra haft í för með sér betri nýtingu húsnæðis og mannafla í opinberri þjónustu? Er ekki enn andstaða við að færa skólahald saman á Ísafirði? Er ekki jafnræðis fremur gætt með því að veita öllum nemendum í sama árgangi sömu kosti til náms og félagsstarfs? Flestir munu væntanlega svara þessari spurningu játandi. En einhverjir, jafnvel margir, munu hika við þegar að því kemur að skólahald í næsta nágrenni við heimili þeirra kunni að leggjast af. Sama er uppi á teningnum varðandi heilbrigðisþjónustu.

Þess má geta hér, að viðskiptalífið hefur þegar tekið mark af Vestfjarðagöngum og stöðugt fleiri sækja verslun til Ísafjarðar. En aðrar kröfur eru gerðar til opinberrar þjónustu. Um leið og íbúum fækkar stanslaust verður krafan um vetrarfæran uppbyggðan veg til Reykjavíkur háværari. Sú krafa er eðlileg, en kann að hafa holan hljóm. Eitt brýnasta verkefni sveitarstjórna á Vestfjörðum er að taka nú ærlega til hendinni og skoða í kjölinn hverra úrræða sé völ. Sameining Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps er orðin brýn nauðsyn. Að minnsta kosti verður ekki undan því vikist að framkvæmd verði úttekt af hálfu óháðs aðila um kosti hennar og galla. Hið allra fyrsta verður að hefja skoðun á því hvort og hvernig byggðastefna tekst í öðrum löndum. Norðmenn hafa beitt ýmsum sértækum brögðum til þess að fá fólk til að setjast að utan Suður-Noregs, en þar safnast fjöldinn saman. Enda er um alþjóðlega þróun að ræða. Einnig væri hægt að líta til Svíþjóðar og Finnlands, tveggja samstarfsríkja Íslendinga í Norðurlandaráði.

Fyrir rúmum 16 árum átti Ísafjarðarkaupstaður tvo fulltrúa í kynnisferð á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til Skotlands, til Hálandanna og Eyjanna, en sérstök stofnun sér um byggðamál fyrir þann landshluta. Þar eins og annars staðar í Norður-Evrópu er tilhneigingin sú, að fólk þyrpist til suðurhlutans. Flestir Skotar búa í Glasgow og nágrenni. Engin merki sér þessarar farar í stefnumörkun Ísafjarðarbæjar. Hinu verður ekki neitað, að þrátt fyrir Vestfjarðagöng hefur íbúum fækkað jafnt og þétt, að minnsta kosti ef hlutfall af íbúum hvers árs er skoðað. Það má því ljóst vera að móta þarf áhrifaríka áætlun. En ekki nóg með það – hún verður að hafa stuðning og styrk af ríkisstjórn og Alþingi. Það er frumskilyrði. Ella er til lítils barist.

Framtíðarsýnin verður að vera skýr.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli