Frétt

Leiðari 4. tbl. 2003 | 29.01.2003 | 11:22Við sættum okkur ekki við 12 ára bið!

Stór þáttur umræðunnar um virkjana- og álversframkvæmdir á Austurlandi er umfang verksins og áhrif þess á íslenskt efnahagslíf. Hvort heldur menn eru með eða á móti fyrirhuguðum framkvæmdum virðast menn nokkuð á einu máli um að varfærni sé þörf í framkvæmdum á vegum ríkisvaldsins á sama tíma og þungi verkefnisins eystra verður mestur, á árunum 2005 og 2006.

Til að sporna gegn vaxandi atvinnuleysi hafa stjórnvöld afráðið flýta framkvæmdum, sem að óbreyttu hefðu beðið þensluáranna 2005 og 2006. Eitt og sér er þetta hið besta mál. Annar handleggur er hvernig að þessu er staðið.

Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um byggðaþróun eru bættar samgöngur, aukin áhersla á menntun á landsbyggðinni og gagnsæ byggðastefna þau úrræði sem skýrsluhöfundar telja vænlegust til árangurs. Samgöngubætur, sem auka aðgengi og stytta vegalengdir, eigi að hafa forgang. Undir þetta skal tekið. Á undanförnum árum hefur BB margoft bent á, að greiðar samgöngur innan héraðs og milli landshluta séu forsenda öflugra byggðakjarna; stytta beri vegalengdir með jarðgöngum og brúa firði sem frekast er kostur.

En, takið eftir, Vestfirðingar! Á sama tíma og félagsmálaráðherra boðar flýtiútboð framkvæmda á vegum ríkisins liggur fyrir hinu háa Alþingi vegáætlun þar sem gert er ráð fyrir að lagningu bundins slitlags á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur ljúki ekki fyrr en eftir 12 ár eða árið 2014. Þar ætla menn ekki aldeilis að flýta sér. Öðru nær. Alþingi hyggst teygja fyrirliggjandi 10 ára áætlun um 2 ár. Óskum Vestfirðinga um verklok innan 5 ára er gefið langt nef.

Stjórnvöld hafa loks áttað sig á því að áttirnar á landakortinu eru ekki bara norður og suður. Austur er líka til! Fjórða áttin virðist þeim þó enn að mestu hulin: VESTUR. Með 12 ára áætluninni, um bundið slitlag á leiðina milli höfuðstaðar Vestfjarða og Reykjavíkur, eru fyrirheit um flýtiaðgerðir í vegagerð á Vestfjörðum orðin að markleysu. Með þessum aðgerðum ganga stjórnvöld einnig þvert á samþykktir Alþingis um Ísafjarðarbæ sem einn af þremur byggðakjörnum á landsbyggðinni, sem beri að efla.

Vestfirðingar fagna því að augu stjórnvalda skuli hafa opnast fyrir austrinu. Þeir sætta sig hins vegar ekki við 12 ára bið eftir þeim mannréttindum að fá vegakerfi til jafns við aðra landsmenn.

Umræðan um trúverðugleika á við hér sem annars staðar!
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli