Frétt

bb.is | 28.01.2003 | 10:38Ekki talin stafa hætta af brennslu á sóttmenguðum úrgangi í Funa

Sorpbrennslustöðin Funi í Engidal.
Sorpbrennslustöðin Funi í Engidal.
Vegna umræðu um að sorpendurvinnslan Funi í Engidal við Ísafjörð taki hugsanlega að sér brennslu á sjúkrahússorpi af suðvesturhorni landsins hafa Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða borist fyrirspurnir frá Ísfirðingum sem hafa áhyggjur af mengun frá stöðinni af þeim sökum. Helga Friðriksdóttir, líffræðingur hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, segir að eftirlitið hafi í framhaldi af því gert fyrirspurnir til Umhverfisstofnunar um innihald sjúkrahússorpsins og aðferðir við flutning þess vestur.
„Í þessu verða ekki hættuleg krabbameinslyf eða frumuhamlandi og frumuhvetjandi efni eins og fólk hefur haft áhyggjur af“, segir Helga. Hún segir jafnframt að hitinn í brennslunni eyði allri sóttmengun sem kunni að vera í úrganginum.

Corneles Aart Meyles, sérfræðingur í úrgangsefnum hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjum sem flokkist sem spilliefni verði ekki eytt í Funa heldur verði þau eftir sem áður send úr landi til eyðingar. Yfirleitt séu lyf byggð upp á kolefnissamböndum sem hægt er að eyða við 850 stiga hita eins og ofninn í Funa geri kleift og séu þá einu úrgangsefnin koldíoxíð og vatn. Hins vegar séu mörg lyf flokkuð sem spilliefni þar sem þau innihaldi klórefni og ýmis önnur halógenasambönd. Þessum efnum sé ekki hægt að eyða nema í bruna yfir 1100°C og eru þau því send utan til eyðingar.

Nú annast Sorpbrennsla Suðurnesja eyðingu sjúkrahússorps af höfuðborgarsvæðinu þótt starfsleyfi sé ekki fyrir hendi. Meyeles segir ástæðuna fyrir því að ofninn á Suðurnesjum er ekki samþykktur til eyðingar á sjúkrahússorpi stafa vera þá, að mikið af sorpinu séu plastefni og þegar þau séu brennd við ófullkomnar aðstæður sé hætta á díoxínmengun. Sýkingarhætta er ekki vandamál í ofninum þar enda er komið í veg fyrir hana í bruna við 400 gráður.

Sérstakar ráðstafanir verða gerðar varðandi flutning á sorpinu sem síðan mun sæta forgangi við brennslu. Flutningur efnanna fer fram í lokuðum gámum sem fluttir eru sjóleiðis. Umhverfisstofnun gerir kröfu um að sorpinu verði sturtað beint ofan í brennsluofninn og að haldið sé bókhald yfir þau efni sem fara í sorpeyðinguna. Helga Friðriksdóttir segist mestar áhyggjur hafa haft af flutningnum en sorpið er flutt í sérstökum lokuðum gámum og blandast ekki öðru sorpi. „Ef vel er staðið að flutningunum, þá er þetta öruggt“, segir hún.

Sjúkrahússorp verður áfram urðað á Suðurnesjum. Sorp verður einungis flutt í Funa til brennslu, ef til kemur. Staðsetning brennslunar hefur sumum þótt til vandræða þar sem reykjarmóða hefur átt það til að safnast fyrir í Engidal. Mælingar á útblæstri frá Funa eru framkvæmdar á hverju ári. „Það hefur aldrei fundist neitt athugavert í þeirri sýnatöku“, segir Helga.

Sjúkrahúsaúrgangi frá Heilbrigðisstofnuninni í Ísafjarðarbæ hefur verið eytt í Funa frá árinu 1994. Víðir Ólafsson, stöðvarstjóri í Funa, segir ákveðnar verklagsreglur í gildi um eyðingu sóttmengaðs úrgangs. „Ef einhverjir þurfa að hafa áhyggjur af þessu, þá erum það við sem vinnum hérna, en við erum svellkaldir“, segir hann. Starfsmenn Funa eru reglulega bólusettir gegn hættulegum sjúkdómum. Víðir segir starfsmenn Funa meðhöndla sjúkrahússorpið af varúð en þeim geti verið hætta búin ef þeir stinga sig á nálum eða öðru oddhvössu í sorpinu. Segir hann mengunarhættuna snúa að starfsmönnum stöðvarinnar við förgun sorpsins en eftir að því hafi verið brennt sé allri sýkingarhættu eytt.

Ekki er á hreinu hvort af því verður að Funi brenni sorpi frá öðrum sjúkrahúsum en Heilbrigðisstofnuninni í Ísafjarðarbæ. Segir Víðir að málið virðist ganga hægt í kerfinu og ljóst sé að tæpast verði um að ræða nema tímabundið verkefni ef að verði. Lokið verður við uppbyggingu hjá Sorpbrennslu Suðurnesja í lok árs og segist Víðir ekki eiga von á því að sjúkrahússorp frá höfuðborgarsvæðinu verði flutt vestur eftir að sú stöð er komin í gagnið. „Það er mjög dýrt að flytja þetta og það verður tæpast lagt í þann kostnað þegar nýja stöðin á Suðurnesjum er komin í gang“, segir hann.


Sjá einnig m.a.:

bb.is 14.01.2003
Hægt gengur að fá sjúkrahússorp að sunnan til eyðingar í Funa

bb.is 10.01.2003
Allt sjúkrahússorp að sunnan flutt til eyðingar á Ísafirði?

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli