Frétt

Vefþjóðviljinn | 24.01.2003 | 08:50Rólustaðlar skrifræðisins

Frá því var greint í gær að í breska bænum Great Somerfield gengju börn nú um kjökrandi þar sem róluvöllur þeirra hefði lotið í lægra haldi fyrir öflugum andstæðingi. Hvorki meira né minna en sjálft Evrópusambandið, Skrifræðisgötu 1-17a, Brussel, hefði lýst stríði á hendur róluvellinum með þeim árangri að þar verður ekki rólað frekar að sinni. Málavextir eru í sem stystu máli þeir að undanfarinn aldarfjórðung hafa verið rólur á vellinum og þessi tuttugu og fimm ár hafa börn leikið sér í þeim slysalaust. Sérsveitir Evrópusambandsins þefuðu hins vegar uppi að rólurnar uppfylltu ekki öryggisreglu BSEN 1176 og hafa rólurnar því verið teknar niður.
Engu skiptir þó enginn maður hafi nokkurn tíma slasast í rólunum þrátt fyrir aldarfjórðungsbrot á nauðsynlegum öryggisreglum númer BSEN 1176. Það verður sko að tryggja öryggi barnanna því ef einhvern tíma slasast einhver - eins og alltaf getur gerst hversu strangar sem öryggiskröfur eru - þá vill enginn sitja uppi með stóð fréttamanna sem spyr hver verði „látinn sæta ábyrgð á því að öryggisreglur voru ekki uppfylltar“.

Það er alltaf verið að setja nýjar og nýjar öryggisreglur. Og alltaf skulu ólafarrúnar fréttastofannna vera mættar ef einhvers staðar kemst upp að einhver hefur ekki uppfyllt nýjasta staðalinn. Alvarlegt foreldri og einhver sérfræðingur í barnaverndariðnaðinum koma í viðtöl og hinn seki lítur út eins og maður sem vísvitandi leggur börn og bjargarlaust fólk í lífshættu.

Og það eru ekki einungis börnin - blessuð börnin - sem verið er að „vernda“ með endalausum öryggisreglum. Evrópusambandið gerir látlausar og sífellt flóknari og dýrari kröfur til atvinnufyrirtækja og skipar þeim að gera „öryggisúttekt“ á hverju smáatriði. Þannig sagði Vefþjóðviljinn frá því í fyrra að fyrirtækjum virðist gert að líta svo á að sérhver starfsmaður sé í sjálfsmorðshugleiðingum og hvert einasta áhald geti verið stórhættulegt tól. Hefur þetta gríðarlegan kostnað og fyrirhöfn í för með sér, sem vitaskuld kemur niður á fyrirtækinu og starfsmönnum þess, þó höfðingjunum í Brussel sé nákvæmlega sama. Klikkunin gengur svo langt að litlu skosku fyrirtæki var til dæmis gert að skila inn „hættumati“ vegna flókins og hættulegs búnaðar: Lítils yddara.

Auðvitað er eitt og eitt dæmi um dellureglu engin allsherjarsönnun þess að Evrópusambandið - eða tiltekið þjóðríki - sé ómögulegt. En dæmin eru hvorki eitt né tvö. Evrópusambandið er gríðarlegt ofstjórnarbákn skrifræðisins, þó allt sé gert í nafni nútíma stjórnarhátta, nýrra viðhorfa og neytendaverndar. Það yrði óbætanlegt ef ofstækismönnum tækist að véla Íslendinga inn fyrir dyr þess, þær dyr sem engum er hleypt út um ef hann einu sinni álpast inn. Og enginn þarf að ímynda sér eitt andartak að það sé aðeins „fiskveiðistefna Evrópusambandsins“ sem fælir sæmilegt fólk frá því að ljá máls á inngöngu í Evrópusambandið. Ofstjórnin, skrifræðið og yfirgangurinn eru langtum verri og er þá mikið sagt.

En gaman væri ef litla sagan af stríði Evrópusambandsins og barnanna í Great Somerfield yrði til þess að opna augu manna fyrir eðli og afleiðingum „Evrópusamkenndarinnar“. Auðvitað gerir Vefþjóðviljinn sér engar sérstakar vonir tengdar þessu eina dæmi, en það væri bara svo gaman ef það myndi marka upphafið að endalokum ófreskjunnar í Brussel. Þá fengist nefnilega loksins botn í þau fleygu orð: „Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum“.

Vefþjóðviljinn

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli