Frétt

Múrinn - Stefán Pálsson | 23.01.2003 | 07:08Ekkert stríð gegn Írak

Þegar Alþingi kom saman að nýju eftir jólahlé lagði þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fram ályktunartillögu vegna yfirvofandi stríðs gegn Írak. Inntak tillögunnar er að Ísland skuli standa utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir og að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér gegn áformum um innrás á alþjóðavettvangi. Það hefur vakið nokkra athygli að tillagan er ekki skilyrt við afstöðu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til málsins. Flutningsmenn vilja einfaldlega safna liði um þá stefnu að ekki farið í stríð gegn Írökum og að vopnaeftirlitsmönnum SÞ verði gefið tóm til að vinna það verk sem þeim hefur verið falið.
Þessari afstöðu ber út af fyrir sig að fagna. Flestir vita hvernig kaupin hafa gerst á eyri Öryggisráðsins, þar sem eitt heimsveldi hefur á undanförnum árum beitt fulltrúa annarra ríkja óheyrilegum pólitískum og efnahagslegum þrýstingi. Þó ekki væri nema þess vegna er í meira lagi hæpið að leggja niðurstöður þess til grundvallar við stefnumörkun í máli af þessu tagi. Enda snýst það þegar öllu er á botninn hvolft öðru fremur um siðferðilega afstöðu.

Hvað varðar þá hlið málsins sem snýr að alþjóðastjórnmálum ætti sýnidæmið frá Afghanistan að vera okkur víti til varnaðar, rétt eins og saga vestrænna afskipta við Persaflóa. Þar hafa Bretar og Bandaríkjamenn sett á fót ríkisstjórnir og steypt þeim sitt á hvað með hörmulegum afleiðingum. Nýlegt stríð í Afghanistan átti að draga úr hryðjuverkastarfsemi og marka upphafið að styrkri, lýðræðislegri stjórn í landinu. Ekkert lát er á hryðjuverkunum og sú ríkisstjórn sem sett var á stofn í Kabúl ræður ekki nokkrum sköpuðum hlut utan borgarmarkanna. Ef ekki væri fyrir fjölmennt herlið réði hún tæplega yfir höfuðborginni. Gömlu stríðsherrarnir eru risnir upp frá dauðum og meðferðin á konum, sem átti sérstaklega að frelsa, er enn verri en áður í sumum landshlutum.

Nú er bara að sjá hvort þeir sem ráða lögum og lofum á Alþingi treysta sér til að ræða tillöguna og þingflokkur VG verði þá sakaður um óviðfelldna sérstöðu í málinu. Fordæmi eru fyrir slíkum málflutningi þegar rökin fyrir manndrápum þrýtur. Og kannski mun Björn Bjarnason telja snjallt að fara aftur með þuluna sína um „málsvara“ Saddams Hussein.

sp

Vefritið Múrinn

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli