Frétt

Stakkur 3. tbl. 2003 | 22.01.2003 | 16:28Bræðralagið

Jæja! Sjálfstæðisflokknum tókst að stilla upp og skipti engu þótt konurnar krefðust þess að fá sæti Vilhjálms Egilssonar og svo framvegis niður eftir. Vilhjálmur fór til Bandaríkjanna til þess að gæta hagsmuna Íslendinga í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í Washington. Hann varð því aldrei þingmaður Vestfirðinga, en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti í sér. Kannski kemur hann til pólitískra starfa síðar og jafnvel fyrir Norðvesturkjördæmi.

Það vekur athygli að listinn er skipaður karlmönnum í fimm efstu sætunum. Eðlilegt verður að teljast að konur í Sjálfstæðisflokknum telji hlut sínum ekki nægilega borgið. En það var haldið prófkjör og þótt það hafi verið haldið ýmsum ágöllum er þessi niðurstaðan. Jóhanna Pálmadóttir vildi sæti Vilhjálms en Adolf Berndsen fékk það. Hún segir engin eftirmál verða. Megi hún reynast sannspá. Stjórnmálalífi Íslendinga er þannig háttað að átökin snúast of oft um menn en miklu síður um málefni.

Ísland er örríki á heimsvísu, nær varla stærð sumra meðalstórra sveitarfélaga úti í hinum stóra heimi. Stjórnkerfið er of flókið, kostar of mikið fé og allt of mikil átök milli manna og smárra byggðarlaga innbyrðis. Íslendingar missa gjarnan sjónar á stóru málunum, en geta endalaust deilt um hin smáu. Einkanlega verður þessa vart um ýmis málefni landsbyggðarinnar, sem vissulega á í vök að verjast. Hver eru helstu hagsmunamál Vestfirðinga nú um stundir? Kvótinn eða öllu heldur kvótaleysið, segja margir. Þá verður manni litið til næstu fortíðar og sér að Vestfirðingar sátu af sér ýmis tækifæri til kvótakaupa, en fóru að ráðum alþingismanna og fleiri í þeim efnum, að því er best verður séð.

Hver eru málefni nánustu framtíðar? Örugg atvinna og fleiri íbúar. Mátturinn lamast með stöðugt fækkandi íbúum á Vestfjörðum. Samt er ekki að sjá nein ráð önnur en að brúka smáskammtalækningar. Litið er til ferðaþjónustu eftir björguninni, en margt er ógert til þess að hún freisti svo margra að það hafi umtalsverð efnahagsleg áhrif á Vestfjörðum. Landbúnaður er á fallanda fæti. En ljósið skín langt og mjótt. Þorskeldi lofar enn góðu enda fer þar fyrir traust fyrirtæki, Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. Lausnanna er víðar að leita en í pólitísku bræðralagi þótt gott sé. Hins vegar verður mörgum landsbyggðarmanninum á að reka upp stór augu þegar Reykvíkingar hefja upp raust sína og vilja ekki virkjanir og stóriðju úti á landi af því það hentar þeim ekki.

Það er deginum ljósara að þeir sem búa á landsbyggðinni verða að ráða sínum hlut nokkuð. Fjarstýring frá Reykvíkingum verður til þess að eingöngu sumarbústaðir fá þrifist úti á landi. Bræðralag pólitíkusa og sömuleiðis landsbyggðarfólks og höfuðborgarbúa er Íslandi nauðsyn. Annars hverfur byggðin nema syðra. Það verður leiðinlegt.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli