Frétt

bb.is | 22.01.2003 | 11:01Fjölbreytt starf á vorönn hjá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar

Aðsetur Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar er í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Aðsetur Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar er í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði er nú á sínu 10. aldursári en hann var formlega stofnaður 5. desember 1993. Markmið skólans er að kenna allar listgreinar og nú státar hann af námsframboði í dansi, myndlist, leiklist og tónlist. Stefnt er því á næsta hausti að hafa veglega dagskrá í tilefni tíu ára afmælisins og verður þá lögð sérstök áhersla á að listgreinarnar vinni saman. Nú á vorönn verður í boði úrval námskeiða hjá skólanum og spanna þau meðal annars teiknun, málun, leirlist, píanó, gítar og söng.
Á tónlistarsviðinu mun skólinn bjóða upp á nám í píanóleik en Margrét Gunnarsdóttir píanókennari verður með nemendur í einkatímum sem fyrr. Bryndís Friðgeirsdóttir mun leiðbeina á sívinsælu námskeiði um „vinnukonugripin“ sem miðar að því að gera fólki kleift að bregða fyrir sig gítarspili við hvers kyns tækifæri. Hefur það talsvert verið sótt af bæði leikskóla- og grunnskólakennurum sem vilja nýta gítarþekkinguna í sínu starfi.

Á myndlistarsviðinu verður af nógu að taka enda mikið af hæfileikafólki á því sviði hér vestra. Högni Sigurþórsson mun kenna börnum á aldrinum 10 til 14 ára myndlist og brúðugerð. Teiknun og málun fyrir alla aldurshópa verður kennd af Pétri Guðmundssyni, Jón Sigurpálsson mun kenna vatnslitun og Lóa Oddsdóttir verður með námskeið í leirlist. Af textílsviðinu er það að segja að þýska listakonan Edda Graichen verður með námskeið í flókagerð en hún hefur unnið að því að kenna Vestfirðingum aldnar ullarvinnsluaðferðir. Hönnun verður einnig gert hátt undir höfði en Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt á Ísafirði mun kenna fólki „að skapa sér umhverfi“.

Balletkennslan í Listaskóla Rögnvaldar hefur vakið mikla athygli enda er listdanskennsla fágæt utan höfuðborgarsvæðisins. Í vetur verða í boði byrjenda- og framhaldsnámskeið en auk þess er ætlunin að bjóða upp á djassballet fyrir unglinga og fullorðna.

Í leiklistinni verður boðið upp á styttri og lengri námskeið í umsjón Elfars Loga Hannessonar leikara. Þjóðararfurinn verður ekki skilinn útundan í námskeiðahaldinu því að Þórir Örn Guðmundsson á Þingeyri leiðbeinir á 12 klukkustunda námskeiði um Gísla sögu Súrssonar.

Margrét Gunnarsdóttir hjá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar segir að námskeiðin byggist á því að næg þátttaka fáist til að hægt sé að halda þau. Hún segir skólann miða að því að halda úti sem fjölbreyttustu námsframboði þar sem reynt sé að spanna helstu listgreinar og mæta þeim áhuga sem umhverfið sýni. Nemendur við Menntaskólann á Ísafirði geta fengið mörg af þeim námskeiðum sem eru kennd við skólann metin til eininga sem valfög. Margrét segir það eitt af markmiðum skólans að vinna að því að nemendur á svæðinu geti sótt sér nám sem teljist fullnægjandi undanfari að Listaháskóla Íslands.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan skólinn var settur á stofn á afmælisdegi Rögnvaldar Ólafssonar arkitekts í desember árið 1993. Raunar var starfið byrjað áður. Fyrsti vísirinn að starfi skólans varð til upp úr 1985 þegar Slunkaríki var sett á laggirnar en nokkuð reglulegt námskeiðahald hefur átt sér stað frá árinu 1990. Margrét Gunnarsdóttir segir rekstur skólans að mörgu leyti hafa verið erfiðan en hann hafi vakið athygli á landsvísu.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli