Frétt

Múrinn - Sverrir Jakobsson | 22.01.2003 | 10:10Baráttan heldur áfram!

Undanfarna daga hefur manni virst sem að margir af andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar hafi látið hugfallast yfir afgreiðslu borgarstjórnar á ábyrgðum fyrir lánveitingum. Einkum eru þeir vondaufir sem í skammsýni sinni kusu að reiða sig á Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. En meira að segja aðrir og skeleggari baráttumenn eru farnir að tala á þeim nótum að barátta okkar gegn þessari virkjun muni koma í veg fyrir önnur stórslys í framtíðinni. Þar með láta þeir eins og þessi tiltekna orusta sé töpuð.
Hún er það ekki.

Allir sem þekkja til þeirrar sveiflukenndu atvinnugreinar sem áliðnaðurinn er vita að ekki er kálið sopið fyrr en í ausu er komið og álver er ekki risið fyrr en það er komið upp. Þar skipta ótal undirskriftir litlu máli, hversu oft skrifaði ekki Jón Sigurðsson undir samninga vegna álvers á Keilisnesi? Þess vegna voru fagnaðarlæti stuðningsmanna auðhringa á Austurlandi um seinustu helgi jafn ótímabær og þau voru öfugsnúin að öðru leyti.

Annað sem skiptir meira máli er það að íslensk stjórnvöld þurfa að lúta leikreglum lýðræðisins. Þau geta ekki farið sínu fram hvað sem tautar og raular ef sterkur almannavilji er á móti. Þess vegna skipta öll mótmæli máli og kröftug og fjölmenn mótmæli vega auvðitað þyngst. Og ég held að ráðamönnum þjóðarinnar standi hreint ekki á sama þegar þeir líta á hvert bíó- og leikhús borgarinnar troðfyllast í hvert skipti sem mótmælafundur gegn þessari virkjun er skipulagður. Þess vegna vilja þeir núna kæfa umræðuna og helst skipa andstæðingum náttúruspjalla að þegja. Það er út af þessum fundum að Valgerður og allar hinar framsóknarmaddömurnar bregðast við með jafn taugaveikluðum hætti og vilja banna lýðræðislega umræðu um málið. Umræðuna sem átti að fara fram áður en ákvörðun væri tekin af hálfu stjórnvalda, ekki á eftir.

Andmælanna verður að vísu ekki vart í skoðanakönnunum. En þátttaka í mótmælum breytir fólki. Og sú breyting er mun varanlegri en sveiflur í Gallupkönnun. Þetta vita Valgerður og aðrir ráðamenn. Þeir óttast þann harða andspyrnuhóp sem hefur fæðst í kringum þessi mótmæli.

En hvað geta þá andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar gert? Þeir eiga a.m.k. þrjár leiðir til að halda baráttunni áfram:

Í fyrsta lagi geta þeir haldið áfram að mótmæla, standa fyrir utan alþingishúsið og Landsvirkjun og púa á ráðamenn. Púið fer nefnilega meira í taugarnar á þeim en okkur virðist oft. Þeir hafa ekkert gaman af því að eiga jafn fjölmennan andstæðingahóp. Þeir vita vel að þeir sækja umboð sitt fyrst og fremst til okkar, til íslenskra kjósenda. Á endanum verða þeir að hlusta á okkur, því að þeir stjórna í umboði okkar og það umboð er veitt með lýðræðislegum hætti. Gegn hverjum eiga mótmæli að beinast ef ekki þeim?

Hið erlenda stórfyrirtæki tekur raunar vel eftir mótmælunum líka. Það veit af „andstöðu heimamanna“. Sú andstaða gerir þennan „fjárfestingarvalkost“ síðri en marga aðra, sem ekki kalla á viðlíka mótmæli. Stórfyrirtæki vita nefnilega ekki sjálfu sér að heimskulegar og umhverfisspillandi virkjanir séu skaðlegar, þau taka fyrst og fremst mark á umfangi andstöðu og mótmæla. Það er sá „fórnarkostnaður“ sem gerir valkostinn óæskilegan, en ekki afleiðingar hans í sjálfum sér. Hægt er að vekja athygli á þessu erlendis, en mótmæli innanlands skipta ekki minna máli.

Í öðru lagi má ekki gleyma því að það eru fjórir mánuðir til kosninga. Á þessum fjórum mánuðum verða andstæðingar álversins og virkjunarinnar að sýna stjórnmálamönnum fram á að afstaða þeirra í þessu máli sé mikilvæg fyrir gengi þeirra í kosningum. Þeir verða að sýna þeim fram á að atkvæði þess muni stjórnast af því hvort stjórnmálamenn hafi staðið með náttúrunni eða ekki. Og að þeim verði refsað fyrir að sýna tvískinnung. Nú þegar hlær Fréttablað Samfylkingarinnar að andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar og fullyrðir að þeir hafi ekkert pólitískt vægi vegna þess að VG hefur ekki vegnað vel í tveimur seinustu skoðanakönnunum blaðsins.

Hér er því mikið í húfi. Ef umhverfissinnum mistekst að sýna fram á þetta, geta stjórnmálamenn haldið áfram að hlæja og sniðganga þá í trausti þess að þeir muni ekki gjalda þess í maí. Að þrátt fyrir allt láti umhverfissinnar stjórnast af öðru en umhverfismálum þegar þeir mæta á kjörstað.

Í þriðja lagi geta umhverfissinnar fundið upp á nýjum leiðum til að reka baráttuna. Einhverju öðru en að gangast fyrir undirskriftum, sýna heimildarmyndir, halda fjölmenna fundi, vera í mótmælastöðu mánuðum saman, senda ráðamönnum þjóðarinnar póstkort, ga

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli