Frétt

kreml.is - Hreinn Hreinsson | 18.01.2003 | 11:13Hernaðurinn gegn landinu

Hernaðurinn gegn landinu tekur á sig æ svakalegri myndir eftir því sem dagarnir líða í þessum janúarmánuði árið 2003. Og það er eins og náttúran sjálf viti hvað í vændum er því eftir milda tíð í myrkasta skammdeginu hafa orðið veðrabrigði. Veðrið er ekki lengur milt heldur kalt, það er ekki lengur logn heldur hvasst og nú þegar sólin hækkar á lofti er eins og myrkrið verði svartara. Kannski er þetta örvæntingarfull tilraun móður náttúru til að koma vitinu fyrir þá menn sem hafa valið sér þá framtíðarsýn að hverfa til fortíðar.
Á undanförnum dögum hafa verið teknar ýmsar ákvarðanir sem hafa gert líklegra að Kárahnjúkavirkjun verði að veruleika ásamt álveri í Reyðarfirði. Upp er að renna úrslitastund því erfitt verður að snúa til baka ef ákveðið verður að fara í þennan hernað gegn landinu. Á úrslitastundu skipar fólk sér í fylkingar, ekki eftir flokkslínum heldur eftir innri sannfæringu, nær ómögulegt er að sjá fyrir sér sættir því svo mikið ber í milli. Á sama tíma og Reyðfirðingar skjóta upp flugeldum og flagga fánum álrisans Alcoa safnast fólk saman á Austurvelli og fellir tár, og fólk varð frá að hverfa úr Borgarleikhúsinu því svo mikill var fjöldinn eða lýðurinn í Reykjavík eins og heyrist að austan um þessar mundir.

Ýmis rök hafa verið sett fram með og á móti þessum framkvæmdum. Arðsemi hefur verið reiknuð ásættanleg þó þar hafi ekki verið gerð nokkur tilraun til að meta virði landsins hefði það verið látið vera ósnortið áfram. Þar takast á andstæð sjónarmið sem vart verða sætt héðan af. Deilt hefur verið um þau áhrif sem framkvæmdin mun hafa á byggðaþróun og allir eru sammála um að skammtímaáhrif verða talsverð en menn greinir á um hvort þetta breyti nokkru til langframa þar eð byggðaþróunin fylgir föstu mynstri sem sjá má um allan heim. Deilt hefur verið um áhrifin á hagkerfið og eru menn sammála um að innspýting verði mikil en deilt er um hvort hún hafi einungis jákvæð áhrif enda ljóst að skuldsettar fjölskyldur munu auka skuldir sínar hvað sem öllum hagvexti líður. Deilt hefur verið um hverjir eiga að bera ábyrgðir á lánunum og bregst þá hvert krosstréð á fætur öðru. Frjálshyggjumenn verða ríkisforsjárhyggjumenn og finnst það allt í lagi. Almennt virðast menn eiga erfitt með að standa með sér sjálfum og sinni sannfæringu.

Þegar upp er staðið er þetta alltsaman þó hjóm eitt. Enginn veit hvort eð er hvað framtíðin ber í skauti sér, hvorki hagspekingar né þjóðfélagsspekingar. Það sem stendur upp úr er hernaðurinn gegn landinu. Sá hernaður sem í því felst að sökkva ægifögrum gljúfrum, Sá hernaður sem felst í að grípa inn í viðkvæma hálendisnáttúru með þeim hætti að líkja má við hryðjuverk.Þessi hernaður felur líka í sér að ósnortið víðernið verður það ekki lengur. Þar vera breiðir akvegir, raflínur, stíflugarðar, aðrennslisskurðir, uppistöðulón og allt annað það rask sem felst í stórframkvæmdum. Svo ekki sé minnst á það grófa inngrip að flytja fljót nauðungarflutningum. Allt þetta verður ekki tekið til baka. Fyrir hvað? Ásættanlega arðsemi á fjármagni? Hæpnar vonir um að snúa við byggðaþróun sem að mestu felst í frjálsu vali fólks til búsetu? Gömul pólitísk loforð sem menn eru of stoltir til að kyngja? Tölu í ársreikningi erlends auðhrings? Þessari spurningu verða þeir að svara sem að þessu standa. Og allt er þetta í skjóli ríkisvaldsins þar sem forsjárhyggja og gamaldags reddingarpólitík tröllríður öllu, og það í upphafi 21. aldarinnar.

Framtíðarsýnin felst í algerri fortíðarhyggju þar sem gamlar aðferðir eru notaðar til að skapa gamaldags atvinnuvegi gamaldags farveg sem mun enda með gamaldags afleiðingum sem við þekkjum allt of vel. Hernaðurinn gegn landinu er hernaður gegn framtíðinni í öllum skilningi þess orðs. Ekki síst er hér verið að eyðileggja stórkostleg tækifæri fyrir ungar kynslóðir í dag og þá ekki síður í framtíðinni. Nú þegar víðerni og náttúra er að verða dýrmætasta auðlind sem nokkur þjóð getur notið skal henni fórnað fyrir þetta. En ef þessum gljúfrum verður sökkt er verið að grafa önnur dýpri um leið í sál þjóðarinnar. Og þau gljúfur verður erfitt að brúa.

Hreinn Hreinsson

Vefritið Kreml

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli