Frétt

mbl.is | 16.01.2003 | 23:24Bláa lónið sýknað af skaðabótakröfu vegna mannsláts

Hæstiréttur hefur sýknað Bláa lónið hf. af skaðabótakröfur manns frá Taívan vegna missis framfæranda en eiginkona hans drukknaði í Bláa lóninu árið 1999. Hélt maðurinn því fram að slysið yrði rakið til hættueiginleika baðstaðarins og fyrirsvarsmenn Bláa lónsins hefðu ekki farið að fyrirmælum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um að grynnka lónið. Jafnframt hefðu viðvörunarmerki verið ófullkomin jafnframt sem leitin að konunni hefði verið ómarkviss.
Konan var í hópi ferðamanna frá Taívan, sem kom hingað árið 1999. Hópurinn fór í lónið beint af Keflavíkurflugvelli og voru íslenskur og erlendur fararstjóri með í för. Slysið varð þegar konan og vinkona hennar voru að vaða í lóninu, en þær voru ósyndar. Höfðu þær farið út fyrir öryggislínu sem afmarkaði þann hluta lónsins sem ætlaður var ósyndum. Botn lónsins var á þessum tíma ósléttur og dýpkaði vatnið skyndilega þar sem þær voru staddar, misstu þær fótanna og fóru á kaf.

Þegar vinkonan kom úr kafi sá hún hina konuna hvergi og kallaði til félaga sinna um hjálp. Starfsmaður Bláa lónsins tók strax eftir því að eitthvað var að og kallaði á aðra starfsmenn með því að þrýsta á neyðarhnapp. Aðrir starfsmenn þustu því á vettvang en samkvæmt framburði þeirra gekk í fyrstu illa að fá greinilegar upplýsingar frá hópnum um hvað gerst hafði. Mun það hafa stafað af tungumálaerfiðleikum og því að félagar í hópnum virtust ekki hafa greinargóðar upplýsingar um atvikið. Fyrstu björgunaraðgerðir urðu af þessum sökum ekki markvissar en fljótlega eftir að ljóst var hvað gerst hafði hófu starfsmenn og sundgestir skipulega leit í lóninu en vatnið er ógegnsætt. Lögregla og hjálparsveitir voru síðan kallaðar á vettvang. Konan fannst loks í lóninu við að sundgestur rak fótinn í hana og starfsmaður sem kafaði í lónið gat með hjálp annarra fært hana upp á yfirborðið en hún var látin.

Hæstiréttur taldi ósannað að Bláa lónið hf. hefði ekki farið eftir öllum kröfum þess opinbera aðila sem fór með eftirlit með starfsemi félagsins. Þá hefði baðstaðurinn verið merktur um hættuleg svæði í afgreiðslu og búningsklefa en sérstök öryggislína greindi að grynnri og dýpri hluta lónsins. Jafnframt hefði starfsfólkið verið þjálfað til að bregðast við hættuástandi en sérstaklega hefði verið óskað eftir því við fararstjóra og leiðsögumenn að varað yrði við hættum lónsins.

Með framangreint í huga og þær aðstæður sem sköpuðust við upphaf leitar að konunni þótti Hæstarétti ósannað að Bláa lónið og starfsmenn þess hefðu ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að slys sem þetta gerðist og reynt að afstýra því að svo færi sem fór.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli