Frétt

Margrét Sverrisdóttir | 16.01.2003 | 17:13„Land tækifæranna“

Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir.
Laugardaginn 11. janúar birtist á miðopnu Morgunblaðsins grein eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún lýsir fjálglega þeim einstæða árangri sem hún telur að ríkisstjórnin hafi náð á liðnum árum. Lífskjör „með því allra besta og allar helstu hagstærðir sýna að við lifum nú mesta samfellda hagsældartímabil sem þjóðin hefur gengið í gegnum.“ Þessa sjáist víða merki og Hanna Birna segir það hafa verið ítrekað staðfest „í innlendum og erlendum rannsóknum“.
Að lokinni langri lýsingu á allri þessari hagsæld segir hún svo: „Komandi kosningar eiga umfram allt að snúast um að fólk og fyrirtæki fái enn frekari tækifæri til bættra lífskjara, aukinnar menntunar og góðrar velferðarþjónustu en um leið frelsi til athafna og framfara.“

En hvernig skyldi núverandi ríkisstjórn vilja tryggja þá framtíðarsýn?

Sú ríkisstjórn sem nú situr að völdum hefur æ meir hneigst í átt til nýfrjálshyggju og sú stefna felur í sér eftirfarandi áherslur: Samkvæmt nýfrjálshyggjunni á að draga úr samfélagsþjónustunni sem kostur er og láta fólk greiða hana fullu verði. Við sjáum dæmi um þetta núna, þegar framhaldsskólar eru sveltir á fjárlögum til að þröngva þeim til að fara að innheimta skólagjöld.

Við sjáum þetta líka í heilbrigðisþjónustunni á hækkun lyfjakostnaðar og hækkun komugjalda á heilsugæslustöðvum. Innan Sjálfstæðisflokksins eru jafnvel uppi áform um að einkavæða heilbrigðis- og velferðarþjónustuna. Samkvæmt nýfrjálshyggjunni á að hlutafélagavæða sem mest, t.d. vatnsveitur, orkukerfi og hafnir. Því miður hefur hlutafélagavæðing þó hingað til verið undanfari sölu hjá þessari ríkisstjórn, sbr. Landssímann og bankana.

Í anda nýfrjálshyggjunnar hefur ríkisstjórnin hlíft hátekjufólki við sköttum með því að hækka skattleysismörk þeirra. Þessi ríkisstjórn hefur líka valið að setja það í forgang að lækka verulega skatta til stóreignamanna og stórfyrirtækja svo að skiptir nokkrum milljörðum króna. Og samkvæmt nýfrjálshyggjunni eru fjármunir þjóðfélagsins best komnir í höndum sem fæstra og núverandi ríkisstjórn hefur svo sannarlega unnið í þeim anda með því að færa örfáum mönnum á silfurfati sameign allrar þjóðarinnar, sjávarauðlindina.

Í „landi tækifæranna“ hjá Hönnu Birnu er nú svo komið að ungir menn geta ekki komist að í sjávarútvegi, þar er nákvæmlega engin nýliðun.

Í „landi tækifæranna“ þurfa ungir menn nefnilega að gerast leiguliðar og leigja kvóta af lénsherrum.

Í „landi tækifæranna“ eru sjávarbyggðir að leggjast í eyði af því hér er sovéskt haftakerfi á sjávarútvegi sem bannar fólki að sækja sjóinn sinn.

Frelsi til athafna er því miður fótum troðið í „landi tækifæranna“, en hins vegar má endalaust „hagræða“ fyrir stórfyrirtækin - en ekki fólkið í landinu. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir hagsældarskeið hafa lífskjör fólks á Íslandi aldrei verið eins misjöfn og þau eru nú. Það hefur myndast gjá milli þeirra sem hafa fengið fullt frelsi til að athafna sig með auðlind allrar þjóðarinnar og hinna sem fengu aldrei tækifæri til þess.

– Margrét Sverrisdóttir skrifar Um daginn og veginn í Fréttablaðinu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli