Frétt

bb.is | 16.01.2003 | 11:14145 milljónir lausar til frjálsrar ráðstöfunar hjá Ísafjarðarbæ

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Ríkissjóður hefur losað bindingu á 145 milljónum króna sem haldið var á biðreikningi til tryggingar skuldbindingum Ísafjarðarbæjar vegna félagslega húsnæðiskerfisins. Ríkið hefur fallist á það sjónarmið Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, að forsendur fyrir bindingunni séu ekki lengur fyrir hendi. Bæjarsjóður hefur því fengið fé þetta til frjálsrar ráðstöfunar. Þegar ríkið keypti hlut vestfirskra sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða í nóvember 2001 voru 145 milljónir af þeim liðlega 1.430 milljónum sem Ísafjarðarbær fékk í sinn hlut lagðar inn á biðreikning meðan endurskipulagning á félagslega húsnæðiskerfinu á landinu í heild færi fram.
Á liðnu vori voru gerðar breytingar á lögum um húsnæðismál og hafa fjármálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti nú fallist á þann skilning Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að eftir þá lagabreytingu séu ekki lengur forsendur fyrir framangreindri bindingu.

Í minnisblaði bæjarstjóra til fjármálaráðuneytis varðandi þetta mál sagði m.a.:

„Undirritaður sem átti sæti í nefnd félagsmálaráðherra um endurskipulagningu félagslega húsnæðiskerfisins lagði þunga áherslu á það þegar nefndin var að ljúka störfum og skila af sér til ráðherra, að nú væri verið að skila tillögum sem væru grunnur að endurskipulagningu félagslega íbúðakerfisins fyrir landið í heild. Um þetta atriði var samstaða í nefndinni enda löngu komið í ljós að vandi í þessu kerfi var alls ekki eingöngu bundinn við einn landshluta, heldur er vandamálið til staðar um allt land, því miður.

Í þessu sambandi skal minnt á andsvar félagsmálaráðherra, Páls Péturssonar, á Alþingi 9. apríl, þegar ráðherra lagði fram frumvarp til breytinga á húsnæðislögum. Í andsvari ráðherra kemur m.a. þetta fram:

„... Biðreikningurinn átti að standa þangað til lausn á landsvísu væri komin. Þar af leiðir að peningarnir verða lausir þegar þessi lög taka gildi. Það er skynsamlegt fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum sem telja að þau þurfi að losna við húsnæði að geyma eitthvað af þessum peningum til að nota í mótframlag á móti afskriftum Íbúðalánasjóðs. Ég veit að í Vesturbyggð er t.d. áhugi fyrir því að rífa eitthvað af húsnæðinu ...“

Undirritaður átti þátt í öllu því ferli sem nefnt hefur verið í þessu minnisblaði. Ferlið er fólgið í samningaviðræðum við ríkið um sölu OV hf., viðræður vegna geymslu fjármuna á biðreikningum í tengslum við félagslega húsnæðiskerfið, starf í nefnd sem lét vinna umrætt reiknilíkan og vann tillögur að endurskipulagningu húsnæðiskerfisins. Alls staðar í þessu ferli hefur skýrt komið fram, að vestfirsk sveitarfélög féllust eingöngu á að geyma hluta fjárins á biðreikningi vegna þess að boðað var að breytt húsnæðislög tækju á þessu á landsvísu og þá yrðu biðreikningar þessir lausir.

Skýrt kom fram í viðræðunum að þar sem um vanskil sveitarfélaga væri að ræða við Íbúðalánasjóð myndu viðkomandi sveitarfélög koma þeim í skil. Því skal ekki blandað saman við þá biðreikninga sem hér hefur verið rætt um enda enginn ágreiningur um uppgjör vanskila í viðræðum sveitarfélaganna og ríkisins.

Endurskipulagning félagslega húsnæðiskerfisins á landsvísu mun taka mörg ár. Út frá því var gengið í tillögum nefndar á vegum félagsmálaráðherra. Til að leysa vanda sveitarfélaga og losa þau frá erfiðum rekstri innlausnaríbúða þarf að taka mörg en smá skref því um miklar fjárhæðir er að ræða. Stærsti einstaki liðurinn í lausn vandans er að selja íbúðir út á almennan markað. Í tillögum nefndarinnar er reiknað með því að eftir 5 ár verði stærsti hluti vandans leystur. Þá muni einhver sveitarfélög verða eftir með uppsafnaðan vanda sem taka þurfi sérstaklega á. Þessi sveitarfélög verða ekkert frekar á Vestfjörðum en annars staðar á landinu.

Afdráttarlaus yfirlýsing félagsmálaráðherra sl. vor um að biðreikningarnir væru lausir um leið og lögin tækju gildi var gríðarlega mikilvæg, því þar með tók hann að mati undirritaðs af allan vafa í þessu máli. Biðreikningarnir eru lausir, sveitarfélög á Vestfjörðum geta gert þær ráðstafanir í húsnæðismálum sem þau telja skynsamlegar án þess að um þvingun af hálfu ríkisvaldsins um meðferð fjármuna sem sveitarfélögin eiga sjálf sé að ræða.“

Fjármálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti, sem stóðu að kaupum á hlut vestfirskra sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða hf., svöruðu nú um áramótin minnisblaði Halldórs Halldórssonar með yfirlýsingu um að framangreind fjárhæð á biðreikningi sé laus til frjálsrar ráðstöfunar af hálfu Ísafjarðarbæjar.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli