Frétt

Stakkur 2. tbl. 2003 | 15.01.2003 | 11:21Vestfirðingur ársins

Bæjarins besta hefur tekið upp þann ágæta hátt að veita lesendum sínum kost á því að velja Vestfirðing ársins. Þá líta veljendur yfir farinn veg og skoða hvað það er sem þeim þykir hafa staðið upp úr í verkum og framkomu Vestfirðinga og veita svo þeim brautargengi, sem að lokinni skoðun hvers og eins verður efstur á blaði. Þessi siður er góður og skemmtilegur og gefur óneitanlega vísbendingar. En þess er óskað að hver sem velur gefi skýringu á vali sínu. Engin skilyrði eru þó sett um það hvað þurfi til þess að maður komi til greina sem Vestfirðingur ársins.

Slík skilyrði kynnu meðal annars að vera á þá lund, að viðkomandi hefði ná sérstökum árangri í starfi eða öðrum viðfangsefnum til þess að koma til greina. Ef svo væri mætti setja spurningar um ýmsa þá er komust á lista.

En vel tókst til að þessu sinni. Hlynur Snorrason hefur verið óþreytandi að sinna forvarnarverkefninu VáVest sem er byggt upp af þátttöku margra einstaklinga og félaga. Hann hefur hlotið til þess stuðning yfirmanna sinna í lögreglunni á Ísafirði og sinnt þessu áhugamáli sínu er jafnframt tengist starfinu af óþrjótandi elju um margra ára skeið. Öllum má vera ljóst að miklu varðar að koma í veg fyrir óholla tómstundaiðju barna og unglinga. Reykingar og áfengisnautn eru slæmur kostur fyrir ungmenni og fáir munu hafa leiðst út í neyslu sterkari fíkniefna og ólöglegra án þess að hafa reynt þessi tvö löglegu fyrst.

Hér er ekki verið að mæla gegn hóflegri neyslu áfengis, sem vissulega getur veitt þeim sem með kann að fara gleði og ánægju, en skaðað hinn alveg skelfilega sem ekki hefur tökin á því hvernig með er farið. Almennt er talið að hvert ár sem tekst að halda unglingum frá því að hefja brúkun áfengis sé stórt skref í þá veruna að koma í veg fyrir ofnautn.

Um reykingar og aðra tóbaksnotkun þarf vart að ræða. Afleiðingar þeirra eru jafnan skaðlegar fyrir utan óþrifnað og óþægindi margra þeirra sem ekki taka þátt í neyslunni. Hin ólöglegu fíkniefni – eiturlyf – eru skelfileg og hafa farið illa með margt ungmennið. Sum þeirra losna eftir miklar hremmingar, meira og minnna skemmd af afleiðingunum, bæði á líkama og sál. Önnur deyja af völdum hörmunganna og eru þá ótaldar afleiðingar og óhamingja þeirra sem næstir standa, foreldra, maka og barna.

Það er því verðugt verkefni að velja sér að berjast gegn þeim vágesti sem fíkiefnin eru. Þeim tengjast einnig afbrot margs konar sem leiða oft til alvarlegrar glæpastarfsemi. Það má því segja að það hafi verið vel valið að óþreytandi baráttumaður hafi hlotið þennan heiðurstitil. Breytir þar engu um þótt náin tengsl séu við starfið. Það er nefnilega svo, að miklu skiptir hvernig menn sinna störfum sínum. Sá sem það gerir af kostgæfni og áhuga á alltaf hrós skilið.

Lesendur völdu vel að þessu sinni.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli