Frétt

Leiðari 2. tbl. 2003 | 15.01.2003 | 11:20Nú verða hendur að standa fram úr ermum

Af reynslu liðinna ára ætti Vestfirðingum að vera orðið ljóst við upphaf þriðja árs nýrrar aldar, að fyrst og síðast verða þeir að stóla á eigið ágæti til að hefja Vestfirði á ný til þeirrar virðingar, sem íbúar fjórðungsins nutu á árum áður fyrir hlutdeild sína í þjóðarbúskapnum.

Bæjarins besta fagnaði því þegar heimamenn tóku af skarið og gerðu sína eigin byggðaáætlun, þegar framsýni stjórnvalda var ekki meiri en svo að slá því föstu að hér héldi byggð áfram að hnigna. Enda Vestfirðir utan sjónarhorns stjórnvalda svo sem „hringvegurinn“ um hluta landsins ber órækt vitni.

Engum blöðum er um það að fletta, að horft er til Vestfjarða á mörgum sviðum. Óvíða eru meiri sóknarfæri í ferðaþjónustu, fegurð Vestfjarða er rómuð um víða veröld. Öðrum landshlutum fremur hefur hér þróast samfélag fólks af ólíkum uppruna; menning stendur á gömlum merg og við getum vissulega státað okkur af góðu og vaxandi skólakerfi og heilbrigðisþjónustu til jafns við bæjarfélög af líkri stærð.

Áratugum saman máttu vestfirskar byggðir horfa á eftir sonum sínum og dætrum til náms í öðrum landshlutum eftir að grunnskólanámi lauk. Fæstir komu aftur. Þrátt fyrir breyttar aðstæður, m.a. til aukinnar menntunar, blasir hið sama við: Okkur helst ekki á unga fólkinu.

Fólksfjölgun á Vestfjörðum er lífsnauðsyn. Enginn vafi er á því að fjöldi ungs fólks er tilbúinn til að setjast hér að ef því býðst vinna og kjör ámóta og bjóðast í stærri sveitarfélögum. Það veit að hér er gott að búa og hér er gott að ala upp börn. En þetta nægir ekki þegar atvinnuna vantar. Fjölbreytt og vel launuð atvinna er forsenda fólksfjölgunar. Takist okkur að stækka þessa undirstöðu bæjarfélagsins fylgir hitt sjálfkrafa í kjölfarið.

Bæjaryfirvöld eiga almennt ekki að vafrast í atvinnurekstri, allra síst þegar vel árar og eftirspurn er eftir vinnuafli. Þegar hins vegar horfir sem nú gerir eiga þau skilyrðislaust að láta til sína taka. Því er mál til komið að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bretti upp ermarnar, stuðli að stofnun nýrra fyrirtækja og vinni markvisst að því að fá fyrirtæki til bæjarins. Í bænum eru hundruð fermetra af atvinnuhúsnæði sem bíða þess að þar verði á ný iðandi mannlíf þar sem hugur og hönd leggja lóð á vogarskálarnar fyrir stærri og betri bæ.

Ábyrgð bæjaryfirvalda er ætíð mikil. En þá fyrst reynir á áræði, dugnað og framsýni þeirra, þegar á móti blæs. Bæjarstjórninni ber skylda til að ganga fram fyrir skjöldu og vera í fylkingarbrjósti í baráttu okkar til að hefja höfuðstað Vestfjarða á ný til þess vegs, sem hann áður naut og honum ber. Það er ekki eftir neinu að bíða!
s.h.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli