Frétt

Pálmi Stefánsson | 15.01.2003 | 09:12Opið bréf til dómsmálaráðherra

Pálmi Stefánsson.
Pálmi Stefánsson.
Hæstvirti dómsmálaráðherra. Um leið og ég óska yður og fjölskyldu yðar gleðilegs árs vil ég ræða við yður mál valdið hefur mér áhyggjum að undanförnu. Eins og yður mun kunnugt um hefur undanfarið verið fjallað nokkuð um framkvæmd prófkjörs flokksmanna í flokki yðar, Sjálfstæðisflokknum, í Norðvesturkjördæmi.
Frá upphafi hefur flestum landsmönnum verið það ljóst, að við framkvæmd prófkjörsins voru brotnar ýmsar grundvallarreglur, bæði skráðar og óskráðar, sem í gildi eru um framkvæmd kosningar sem þessarar. Hvorki fyrr né síðar hefur heyrst af mönnum á ferðalagi milli fyrirtækja með atkvæðakassa eins og gert var á Akranesi og enginn hefur haft hugmyndaflug til að ímynda sér að menn kæmust upp með að fara um Ólafsvík með vasana fulla af atkvæðaseðlum.

Í mínum huga hefur íslenskt þjóðfélag, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, verið til fyrirmyndar í umgengni við kosningar. Svo mjög, að fulltrúar okkar hafa valist til eftirlitsstarfa í öðrum löndum með framkvæmd kosninga. Í ljósi þessa hef ég talið mjög mikilvægt að við höldum lög og reglur heima hjá okkur.

Því hefur nokkuð verið horft til stofnana Sjálfstæðisflokksins. Til þess hvernig þær tækju á þessu máli, sem flestir eru sammála um að sé hrein og klár lögleysa, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

Ekki verður sagt að maður fyllist aðdáun hvernig þær stofnanir hafa tekið á málum. Málinu hefur verið vísað fram og til baka eins og í þeirri von að það leysist af sjálfu sér. Eins og lögbrot gufi upp. Ein er sú stofnun sem gengið hefur mjög hart fram í þessu máli en það er stjórn kjördæmisráðsins í Norðvesturkjördæmi. Hefur formaður nefndrar stjórnar ítrekað komið fram í fjölmiðlum og reynt að gera lítið úr málinu. Hefur á máli hans mátt skilja, að ekki hefði verið svo svakalega mikið brotið af reglum. Um lögbrotin hafi skapast sátt. Nánast eins og hægt væri að gefa afslátt af reglum og lögum eða semja sig frá þeim. Er þetta hægt Matthías? var sagt af öðru tilefni.

Því er þetta nefnt við yður, hæstvirti dómsmálaráðherra, að umræddur formaður stjórnar kjördæmisráðs er undirmaður yðar að aðalstarfi eins og yður mun vera kunnugt um. Nefnilega sýslumaður Barðastrandarsýslu. Sýslumenn eru m.a. yfirmenn lögreglu og hafa því þann starfa að halda uppi lögum og reglu í landinu. Væntanlega líka í Barðastrandarsýslu.

Því hafa vaknað með mér nokkrar spurningar sem ég vil biðja yður að svara:

– Finnst yður við hæfi að sýslumenn almennt hafi forgöngu um að lög og reglur séu ekki virtar í hinum ýmsu félögum?

– Hafið þér kynnt yður framgöngu sýslumanns Barðstrendinga í stjórn kjördæmisráðs sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi?

– Með hvaða hætti getið þér fullvissað alþjóð að hann umgangist lög og reglur með meiri virðingu í sínu aðalstarfi en hann virðist gera í trúnaðarstörfum í flokki yðar?

Finnst yður líklegt að umræddur sýslumaður hafi með framgöngu sinni aukið hróður og traust á embætti sínu með framgöngu sinni í stjórn kjördæmisráðsins?

Það er von mín að þér sjáið yður fært að svara þessum spurningum mínum hið fyrsta á þessum sama vettvangi.

– Pálmi Stefánsson.

Höfundur er sjálfstæðismaður á Ísafirði.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli