Frétt

bb.is | 14.01.2003 | 13:48Hægt gengur að fá sjúkrahússorp að sunnan til eyðingar í Funa

Sorpendurvinnslan Funi í Engidal við Ísafjörð.
Sorpendurvinnslan Funi í Engidal við Ísafjörð.
Eins og hér hefur komið fram hefur umhverfisráðherra sagt að við blasi, að besta úrræðið til eyðingar á sóttmenguðum úrgangi frá sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu sé að farga honum í Sorpendurvinnslunni Funa við Ísafjörð. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hefur til þessa fargað sorpinu og gerir ennþá en heilbrigðisyfirvöld hafa krafist þess að því verði hætt. Málið stendur þannig í dag varðandi Funa, að þar er ekkert í hendi annað en nauðsynleg leyfi. Rólega virðist ganga að koma málinu í höfn, þannig að Funi taki við eyðingu á þessum úrgangi, þó að þetta sé eina stöðin sem getur annast þetta verkefni á fullnægjandi hátt. Að sögn Víðis Ólafssonar, stöðvarstjóra Funa, mundi þessi eyðing ekki hafa aukna mengun í för með sér.
„Á seinni hluta síðasta árs var leitað til mín og athugað hvort Funi gæti annað brennslu á sóttmenguðum úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu. Það tel ég vera gerlegt og að við höfum næg afköst til þess að brenna þessu magni, sem er um 280 tonn á ári. Ástæða þess að hingað var leitað er sú að brennslustöð sú sem hingað til hefur brennt þessum úrgangi hefur nú misst starfsleyfi sitt og heilbrigðisnefnd staðarins hefur mótmælt því að brennslu á spítalasorpi verði haldið áfram“, segir Víðir.

Umhverfisstofnun sem tók við af Hollustuvernd ríkisins nú um síðustu áramót hefur einnig verið í sambandi við mig vegna þessa máls. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar hafa bent á Funa sem eina aðilann hérlendis sem er fær um að leysa þetta verkefni. Í ljósi þess gaf Umhverfisráðuneytið leyfi til Funa fyrir þessari starfsemi þann 2. janúar síðastliðinn. Ráðuneytið leitaði umsagnar hjá Umhverfisstofnun áður en að leyfið var veitt.

Staða þessa máls er hins vegar þannig í dag, að Funi er ekki með neitt í hendi annað en nauðsynleg leyfi. Þessu sorpi er enn brennt á Suðurnesjum og urðað annar staðar. Allir sem við er rætt eru sammála um að þetta sé óviðunandi en hægt virðist ganga að binda lokahnútinn á ferlið og fá þetta sorp hingað til eyðingar.

Ég hef heyrt á fólki hér í bænum að sumir eru að velta fyrir sér hvort brennsla á sjúkrahússorpi hafi aukna mengun í för með sér. Svo er ekki, bruninn er við það hátt hitastig að vel er séð fyrir öllu. Einnig mun verða reynt að hafa alla meðhöndlun á sorpinu fyrir brennslu í lágmarki. Sorpið verður vel pakkað inn og reynt verður að koma því þannig við, að mannshöndin þurfi ekki að koma nálægt því, heldur verði vélar notaðar við allan flutning og tilfæringar. Flutningurinn verður einnig þannig að þetta efni verður flutt hingað aðskilið frá öðrum vörum.

Ástæðurnar fyrir því að Funi hefur verið að sækjast eftir þessu verkefni eru bæði umhverfislegs eðlis og einnig fjárhagslegs. Þetta verkefni myndi færa stöðinni tekjur sem væru kærkomnar. Við byggingu stöðvarinnar á sínum tíma var sýnd ótrúleg framsýni og hún byggð samkvæmt reglum Efnahagsbandalagsins. Ein af ástæðum þess að ákveðið var að byggja stöðina eftir ströngustu reglum þess tíma var sú, að með því mætti fá verkefni við brennslu eins og þessa utan af svæðinu. Ekki hefur tekist að fá verkefni fyrir stöðina frá öðrum landshlutum og ræður hár flutningskostnaður mestu þar um“, segir Víðir Ólafsson, stöðvarstjóri Funa.

Sjá einnig:

bb.is 10.01.2003
Allt sjúkrahússorp að sunnan flutt til eyðingar á Ísafirði?

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli