Frétt

Kristján Jónsson | 13.01.2003 | 15:42Upphaf eða endir?

Kristján Jónsson.
Kristján Jónsson.
Fyrir nokkrum dögum var lesendum bb.is boðið upp á hreint furðulega grein eftir Sigurð nokkurn Pétursson, sem mun vera skríbent á kreml.is eftir því sem ég kemst næst, og hét hún „Nýtt upphaf“. Gekk innihald greinarinnar í stuttu máli út á að mæra Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkinguna af miklum móð og draga upp dökka mynd af Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum. Auk þess var að sjálfsögðu hneykslast á skynsamlegum viðbrögðum Framsóknarmanna og Vinsri grænna í borgarstjórn, þegar Ingibjörg hafði hug á því að láta reyna á, hvort hún kæmist í ríkisstjórn með borgarstjórastólinn til vara.
En ekki hefur farið fram hjá neinum að Samfylkingin reynir nú sitt besta til þess að skjóta sér undan ábyrgð í þessu máli þar sem að R-listinn er nú rústir einar. Ljóst má vera að það verður keppikefli þeirra að reyna að sannfæra kjósendur um að Ingibjörg hafi verið hrakin úr embætti af illa innrættum Framsóknarmönnum, og það virðist nú bara ganga furðu vel ef marka má skoðanakannanir.

Nafn greinar Sigurðar á að vísa til þess að nú sé nýtt upphaf í íslenskum stjórnmálum, þar sem Ingibjörg Sólrún ætli sér að komast á þing í annað sinn. Það þykir mér vera einkennilegt upphaf í ljósi þess að hún hefur áður setið á þingi í makindum. Þetta virkar frekar á mann eins og kafli 2 eða tilraun 2. Ekki hef ég heldur orðið var við að frammistaða hennar þar hafi haft stórkostlegar breytingar í för með sér á sínum tíma. Sjálfur myndi ég frekar túlka þetta brölt hennar og Össurar sem endi heldur en upphaf, því öllum ætti að vera ljóst að R-listinn mun vart verða langlífur eftir þessa uppákomu í lok síðasta árs.

Varla er heldur annað hægt en að vorkenna Þórólfi Árnasyni, sem þarf að slökkva þessa elda sem hafa læst sig í veggi Ráðhússins, í umboði fólks sem rennir hýru auga til starfsins sem hann gegnir. Ég hef enga trú á öðru en að aðilar eins og Stefán Jón Hafstein, Árni Þór Sigurðsson og Dagur B. Eggertsson ali með sér þann draum í brjósti að verða borgarstjórar, og væri ég í sporum Þórólfs þá myndi ég nú ekki hætta á að snúa bakinu í þessa menn.

Sigurður fer um víðan völl í grein sinni og til að mynda heldur hann því fram að Össur hafi verið eins konar sigurvegari í Kryddsíldinni og sitji nú með fangið fullt af rósum. Undarleg niðurstaða, sérstaklega fyrir þá sem lögðu það á sig að horfa á þáttinn. Það væri nær að tala um að Össur hafi sleppt fram af sér beislinu þegar Davíð varpaði fram skemmtilegri fótboltalíkingu í tengslum við að „forystumanninum mikla“ hefði verið boðið hið „eftirsótta“ 5. sæti. Nær væri að tala um kaktusa fremur en rósir í þessu sambandi.

Einnig má finna augljósan tvískinnung í grein Sigurðar þegar hann talar annars vegar um að Samfylkingin vilji ganga í Evrópusambandið og hins vegar um að flokkurinn muni gera giftusamar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða, komist hann til valda. Það liggur ljóst fyrir að lítið er hægt að gera fyrir sjávarútveginn þegar þú gengur inn í samband sem vill banna fiskveiðar eins og greinilega hefur komið fram í fréttum að undanförnu. Einnig hamrar Sigurður á því sem Evrópusinnar gera iðulega, að ekki sé hægt að hafa heilbrigða skoðun á Evrópumálum nema vera fylgjandi aðild Íslands að ESB. Lýsi menn andstöðu sinni við aðild, þá eru þeir sömu ekki að taka þátt í umræðunni. Andstaða er því einfaldlega ekki skoðun að hans mati.

Góður maður tjáði mér á dögunum að hann væri kominn með hugmynd að slagorði Samfylkingarinnar í komandi kosningum. „Orð skulu ekki standa – kjósið Ingibjörgu Sólrúnu“, sagði hann, og var mér óneitanlega nokkuð skemmt.

– Kristján Jónsson.

Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fyrir Norðvesturkjördæmi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli