Frétt

bb.is | 13.01.2003 | 14:54Verð Bæjarins besta hækkar

Verð vikublaðsins Bæjarins besta hefur nú verið hækkað í annað sinn frá því að farið var að selja blaðið árið 1990 eða fyrir þrettán árum. Á miðju ári 1997 var lausasöluverðið hækkað úr 170 krónum í 200 krónur. Það verð hefur verið óbreytt í fimm og hálft ár en fer nú í 250 krónur. Því fer fjarri að þessar tvær hækkanir fylgi almennum verðhækkunum og gríðarlegum hækkunum á pappír og öðrum aðföngum til vinnslu blaðsins á þessu tímabili. Þannig hefur launavísitala hækkað rétt um 100% frá 1990.
Síðan var virðisaukaskattur lagður á söluverð blaða en áður voru þau undanþegin honum. Útsöluverð Bæjarins besta var ekki hækkað við tilkomu virðisaukaskattsins. Póstburðargjöld hafa einnig hækkað gríðarlega á þessu tímabili. Söluverð blaðsins hefur ekki verið hækkað í takt við þær heldur hefur blaðið sjálft tekið þær hækkanir á sig.

Hækkun lausasöluverðsins úr 200 í 250 krónur er 25%. Hefði verið tekið mið af launavísitölu frá síðustu verðhækkun árið 1997 hefði lausasöluverðið átt að hækka núna um 69% eða í 338 krónur. Ef tekið er mið af hækkun launavísitölu og tilkomu virðisaukaskatts frá því að byrjað var að selja blaðið árið 1990 ætti lausasöluverðið að vera 382 krónur eða 225% hærra en það var þá. Ef hækkun póstburðargjalda væri einnig tekin með í reikninginn ætti verðið að vera nokkuð á fimmta hundrað krónur.

Jafnframt því sem lausasöluverð blaðsins er hækkað er óhjákvæmilegt að hækka einnig áskriftarverð. Eins og áður er veittur afsláttur ef greitt er með gíróseðli og nokkru meiri afsláttur ef greitt er með greiðslukorti. Einnig er elli- og örorkulífeyrisþegum í áskrift veittur verulegur aukaafsláttur eins og verið hefur.

Póstburðargjald fyrir Bæjarins besta var 4 krónur árið 1990. Fyrir síðustu áramót var gjaldið 24 krónur fyrir eintakið innan Vestfjarða og 34 krónur utan Vestfjarða. Gjaldið hjá Íslandspósti hækkaði núna um áramótin og varð þá jafnframt hið sama hvort sem er innan Vestfjarða eða utan fjórðungsins. Gjaldið fer síðan stighækkandi allt þetta ár þangað til það verður komið í 50 krónur á eintak í árslok. Það er vel yfir tífalt meiri hækkun en sem nemur hækkun launavísitölu síðustu þrettán árin.

Flest héraðsfréttablöð landsins kosta nú 250 krónur í lausasölu og hafa sum gert það lengi, jafnvel þótt þau séu mörg hver smærri í sniðum, efnisminni og veigaminni en Bæjarins besta.

Núna eftir áramótin voru þrjú ár liðin frá því að fréttavefurinn bb.is hóf göngu sína. Aðgangur að honum kostar ekki neitt og aðgangur að öllu efni hans frá upphafi er einnig ókeypis. Rekstur bb.is hefur aldrei staðið undir sér peningalega enda var ekki við því búist í upphafi. Þegar vefurinn hóf göngu sína var það ekki síst til gamans gert. Aðstandendur hans og Bæjarins besta gerðu sér enga grein fyrir því hversu mjög vefurinn myndi vaxa og eflast. Tilvist hans hefur valdið því að eitthvað hefur dregið úr sölu Bæjarins besta. Hins vegar er góð sala á blaðinu ein af forsendum þess að hægt sé að halda vefnum úti. Undirtektir þeirra sem lesa og nota bb.is hafa verið með þeim hætti, að áfram hefur verið haldið á sömu braut.

Auglýsingatekjur bb.is eru ekki í neinu samræmi við hina geysimiklu notkun hans og ekki heldur í neinu samræmi við það sem gerist hjá öðrum stórum vefjum hérlendis. Lítilsháttar tekjur hafa öðru hverju fengist frá auglýsendum á landsvísu. Nánast einu tekjurnar hafa verið frá aðilum í heimabyggð sem hafa verið með fastar auglýsingar á forsíðu bb.is og tengingar í heimasíður sínar. Þessir aðilar eru og hafa verið undirstaðan. Það er þeim að þakka að bb.is er yfirleitt til í dag, að minnsta kosti í núverandi mynd.

Og án hinna fjölmörgu tryggu kaupenda Bæjarins besta væri hvorki blaðið né vefurinn til í dag.

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli