Frétt

DV - Jónas Haraldsson | 13.01.2003 | 09:48Ranglætinu viðhaldið

Óréttlátt þungaskattskerfi hér á landi kemur í veg fyrir aukna notkun dísilbíla. Þróunin hér er öfug miðað við það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Stórstígar framfarir í gerð dísilvéla hafa leitt til mjög aukinna vinsælda dísilbíla í nálægum löndum en samdráttur hefur orðið í sölu slíkra bíla hér, meiri samdráttur en nemur heildarsamdrætti í bílasölu. Á áttunda ár hefur verið reynt að koma í gegn frumvarpi á Alþingi er kæmi í veg fyrir óréttlætið með því að fella þungaskattskerfið niður og taka upp olíugjald í staðinn, líkt og tíðkast í bensínsölu. Hvorki gengur né rekur í þeim efnum. Olíugjaldsfrumvarp var tilbúið síðastliðið vor en dagaði uppi. Ekkert bólar á endurflutningi þess. Fjármálaráðuneytið ber við önnum og stuttu þinghaldi vegna þingkosninganna í vor.
Málið velkist árum saman í kerfinu þótt hagsmunaaðilar séu nánast á einu máli um hagkvæmni breytingarinnar. Ný könnun FÍB sýnir að 95 prósent aðspurðra vilja afnema þungaskattskerfið. Árið 1995 voru samþykkt lög um olíugjald en gildistöku var frestað í tvígang og þau síðan felld úr gildi 1998. Meðal annars var því borið við að nauðsynleg litun á olíu, til aðgreiningar olíu á bíla frá skipaolíu, væri of dýr. Olíufélögin stæðu því gegn breytingu á þungaskattskerfinu. Þessa fullyrðingu afsannaði sérfræðingur sem FÍB fékk til landsins í fyrra. Hann taldi kostnað vegna litunar olíu til þeirra sem undanþegnir yrðu olíugjaldi mun minni en olíufélögin vildu vera láta.

Í frumvarpi fjármálaráðherra síðastliðið vor var gert ráð fyrir að olíugjald yrði 36,50 á hvern lítra og kæmi í stað núverandi innheimtukerfis þungaskatts. Samkvæmt frumvarpinu átti að lita olíu til gjaldfrírra nota og greiða kílómetragjald af bifreiðum og tengivögnum sem eru að heildarþyngd 10 tonn eða meira. Undanþegin gjaldskyldu átti að vera lituð olía til nota á skip og báta, húshitunar, notkunar í iðnaði og á vinnuvélar, dráttarvélar í landbúnaði, raforkuframleiðslu og á ökutæki, ætluð til sérstakra nota. Óheimilt átti að vera að nota litaða olíu á almenn skráningarskyld ökutæki.

Hið úrelta þungaskattskerfi gengur á skjön við jafnræðissjónarmið enda felur það í sér mismunun. Það er öndvert umhverfisverndarsjónarmiðum enda menga bensínvélar meira en dísilvélar. Dísilvélarnar eyða færri lítrum en bensínvélar og eru því augljóslega hagkvæmari kostur.

Úrelt og óréttlát skattlagning kemur þó enn í veg fyrir að landsmenn njóti þessarar hagkvæmni. Litlir, sparneytnir dísilbílar þekkjast vart hér á landi þótt algengir séu í öðrum löndum. Hinar óréttlátu reglur dæma meðalstóra dísilbíla einnig úr leik. Engu virðast breyta þær stórstígu framfarir sem orðið hafa í þróun dísilvélanna. Eyðsla vélanna hefur minnkað um þriðjung um leið og afl þeirra hefur aukist um allt að þriðjung. Þá hefur þessi nýja gerð dísilvéla orðið þýðgengari, auk þess sem hún mengar minna en bensínvélin.

Þingheimur virðist samstiga um gildi breytingarinnar. Í könnun FíB-blaðsins svöruðu 23 alþingismenn þeirri spurningu hvort taka ætti upp olíugjald í stað þungaskattskerfisins og allir játandi. Sú samstaða skiptir þó litlu í reynd þótt um sé að ræða hvort tveggja í senn, þjóðhagslegan sparnað og hreinna andrúmsloft. Málið sefur áfram. Ekkert gerist. Óréttláta kerfið blífur.

Sé spurt um afdrif olíugjaldsfrumvarpsins eða hugsanlegan framgang þess er aðeins fundin ný afsökun fyrir aðgerðaleysinu.

– Jónas Haraldsson

DV á Netinu

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli