Frétt

| 07.01.2000 | 13:37Einar oftast kjörinn

Einar Ólafsson hefur oftast hlotið nafnbótina Íþróttamaður Ísafjarðar.
Einar Ólafsson hefur oftast hlotið nafnbótina Íþróttamaður Ísafjarðar.
Einar Ólafsson skíðamaður er sá einstaklingur sem oftast hefur hlotið nafnbótina ,,Íþróttamaður Ísafjarðar" á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því valið fór fram í fyrsta skipti, eða fimm sinnum. Helga Sigurðardóttir sundkona hefur fjórum sinnum orðið fyrir valinu og Ásta S. Halldórsdóttir skíðakona hefur tvívegis hlotið nafnbótina.
Guðmundur Jóhannsson skíðamaður var fyrstur manna kjörinn Íþróttamaður Ísafjarðar árið 1980. Árið 1981 var Einar Ólafsson skíðamaður fyrir valinu, árið 1982 var Stella Hjaltadóttir skíðakona valin, árið 1983 var Einar Ólafsson skíðamaður kjörinn í annað sinn, árið 1984 var Ingólfur Arnarson sundmaður valinn og árið 1985 var Einar Ólafsson skíðamaður kjörinn í þriðja sinn.

Árið 1986 var Helga Sigurðardóttir sundkona valin, árin 1987 og 1988 var Einar Ólafsson skíðamaður aftur fyrir valinu. Árin 1989 til 1991 var Helga Sigurðardóttir sundkona fyrir valinu, árið 1992 var komið að Ástu S. Halldórsdóttur skíðakonu, árið 1993 var Daníel Jakobsson skíðamaður valinn, árið 1994 var Pétur Þór Grétarsson golfari kjörinn og árið 1995 var Ásta S. Halldórsdóttir skíðakona kjörin í annað sinn.
Árið 1996 var Arnór Þ. Gunnarsson skíðamaður fyrir valinu, árið 1997 var Friðrik E. Stefánsson körfuboltamaður kjörinn, Sigríður B. Þorláksdóttir skíðakona var kjörin árið 1998 og Ólafur Th. Árnason skíðamaður var fyrir valinu sem Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 1999. Samtals hafa því tólf íþróttamenn hlotið þennan titil frá upphafi, átta skíðamenn, einn körfuboltamaður, einn golfari og tveir sundmenn.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli