Frétt

| 02.11.2000 | 09:13Nei! Hér viljum við ekki byggja!

Þéttbýlinu í hinum gamla Seltjarnarneshreppi vex enn fiskur um hrygg. Þar vilja flestir Íslendingar búa. Skiptir engu hvort í hlut eiga afkomendur víkinganna eða hinir, sem hafa á síðustu áratugum og einkum síðustu árum viljað gerast Íslendingar. Umræður um kjördæmabreytingar, kvóta í sjávarútvegi og óstöðvandi flutning fólks af landsbyggðinni suður breyta enn sem komið er ekki þeirri staðreynd, að á ógæfuhliðina sígur. Íbúar Íslands verða æ einsleitari á þann veg að búa allir í einni þyrpingu í sveitarfélaginu, sem ól af sér bæði Reykjavík og Kópavog. Nú deila íbúar og bæjarstjórn Kópavogs um byggingu nýs hverfis við Elliðavatn. Finni fólk sig knúið til að berjast undir merkjum umhverfisverndar eða umhyggju fyrir umhverfinu er mótmælt. Sveit í borg skal það heita. Nú má segja að Reykjavík sé allfjarri því að teljast borg í hefðbundnum skilningi. Í fyrsta lagi eru íbúar aðeins tæp hundrað og tíu þúsund. Í öðru lagi er borgin ekki byggð sem borg heldur væri nær að kalla hana þyrpingu smábæja, sem við Íslendingar köllum hverfi til aðgreiningar frá hvert öðru. Þannig nýtur hún, eða öllu heldur íbúar hennar, ekki fyllilega þeirra kosta, sem gjarnan fylgja borgum erlendis.

Ókostirnir við þetta fyrirkomulag er að umferð einkabíla er mjög mikil, langt umfram það sem fylgir byggð af svipaðri stærð erlendis. Menn þurfa ekki annað en fara til útlanda og dvelja þar um sinn til þess að átta sig á því að margt er ólíkt. Kannski skipta ferðalög Íslendinga til útlanda og dvöl erlendis engu. Því hér heima eru Íslendingar alltaf í sveitinni. Þar var spölur á milli bæja þótt stundum væri tví-, þrí- eða jafnvel fjórbýlt. Svoleiðis virðast umhyggjusamir fyrir umhverfinu vilja hafa það. Að minnsta kosti sýnast afkomendur þeirra, sem annað hvort ólust upp við fjarlægð frá næstu bæjum eða í litlum sjávarþorpum, vilja hafa sama háttinn á. Þess vegna treysta þeir bæjarstjórn Kópavogs ekki fyrir því hjálparlaust að skipuleggja byggð við Elliðavatn. Kópavogur hefur það nefnilega fram yfir önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, að þar hefur byggð í nýjum hverfunum líkst því sem gerist í borgum erlendis.

Við sem búum hér á Vestfjörðum héldum að fólk leitaði suður meðal annars til þess að njóta alls þess er „borgin“ hefur upp á að bjóða. En svo er ekki. Flestir vilja flytja sveitina eða dreifbýlið með sér og hafa engan áhuga á almenningssamgöngum eða öðru því er einkennir borgir. Þar á meðal skal flytja þorpið með sér. Sú spurning vaknar, hvort bæði ríkisstjórn og sveitarstjórnum um allt land hafi ekki mistekist að búa svo um hnútana, að kostir byggðar um allt land væru íbúum Íslands að fullu ljósir. Byggð við Elliðavatn hlýtur að lúta lögmálum borgar en ekki sveitar. Sætti menn sig ekki við þá staðreynd er spurning um að bæta almenningssamgöngur til þéttbýlisstaða í 100 km radíus frá Reykjavík. Þá geta unnendur sveitar búið þar en komist samt til „borgarinnar“ Reykjavíkur. Og þjóðin getur sparað.

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli