Frétt

Leiðari 44. tbl. 2000 | 02.11.2000 | 09:10Stöndum vörð um rétt okkar

Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum þurfa ekki lengur að velkjast í vafa. Ljóstýran, sem kviknaði á haustdögum og benti til að loks nú eftir áralangan þyrnirósarsvefn væru stjórnvöld vöknuð og höggvið yrði á vandann í félagslega íbúðakerfinu í eitt skipti fyrir öll, er slokknuð. Félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, ætlar að láta kné fylgja kviði: Ríkið býðst til að kaupa eignarhluta sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða með því skilyrði, að verulegum hluta söluverðsins verði varið til greiðslu á skuldum sveitarfélaganna við Íbúðalánasjóð. Til þessa gjörnings nýtur félagsmálaráðherra dyggilegs stuðnings samráðherra sinna í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.

Breyting á Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag er mál út af fyrir sig, sem sjálfsagt er að skoða með opnu hugarfari og leggja hlutlaust mat á kosti og galla. Sala Orkubúsins er síðan annað og seinni tíma mál. Hvort hluthafar kjósa að selja bréf sín að breytingu lokinni (ef af verður) er mál hvers og eins. Á annan veg verður ekki með lýðræðislegum og frjálsum hætti staðið að breytingu á rekstrarformi fyrirtækisins og sölu, ef mönnum býður svo við að horfa.

Kaupskylduákvæði félagslegu íbúðanna hefur reynst sveitarfélögum víðar en á Vestfjörðum þungur baggi. Hvernig verður vandi þessara sveitarfélaga leystur? Hvaða eignir verða þau neydd til að framselja ríkinu til að grynna á skuldum sínum við Íbúðalánasjóð? Hvað ef engar áhugaverðar eignir í augum ríkisvaldsins eru til staðar? Já, hvað þá, ráðherra?

Sala Orkubús Vestfjarða og skuldir sveitarfélaganna við Íbúðalánasjóð eru tvö mál, sem fráleitt er að blanda saman. Og það er satt að segja óhugnanlegt að hugsa til þess, eftir að vestfirsk sveitarfélög hafa fengið þá umsögn frá virtu endurskoðunarfyrirtæki að þau hafi verið „vel rekin síðasta áratuginn, þegar á heildina er litið [og] rekstur þeirra [hafi] skilað meiri framlegð á íbúa en rekstur annarra sveitarfélaga í landinu að meðaltali“, að þá skuli þeim stillt upp við vegg og settir slíkir afarkostir til að standa ríkinu skil á vanskilum í íbúðalánakerfi, þar sem viðurkennt er að vitlaust var gefið í upphafi og þingmenn sáu ekki fyrir afleiðingar laganna sem sveitarfélögin sitja nú uppi með.

Vonandi bera vestfirskir sveitarstjórnarmenn gæfu til standa vörð um réttinn til frjálsra ákvarðana um framtíð Orkubús Vestfjarða, óháð fjárhagsvanda sveitarfélaganna, sem öllum er ljóst að er mikill um þessar mundir.
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli