Frétt

| 01.11.2000 | 08:35„Á að taka Orkubú Vestfjarða
upp í skuldir?“

Jón Bjarnason alþingismaður.
Jón Bjarnason alþingismaður.
„Orkubú Vestfjarða er lýsandi dæmi um samtakamátt vestfirskra sveitarfélaga. Það annast orkuöflun og dreifingu við erfiðar aðstæður með þeim ágætum, að Vestfirðingar njóta lægra orkuverðs en margir aðrir landsmenn. Ef þetta orkufyrirtæki er tekið af Vestfirðingum má líkja því við það þegar lénsherrar að fornu gripu bestu kýrnar á básum leiguliða sinna til þess að standa skil á leiguskilmálum sem landeigendurnir settu sjálfir í upphafi. Það getur verið að salan grynnki á skuldum sveitarfélaganna við ríkissjóð í bili en til lengri tíma litið mun byggð á Vestfjörðum veikjast. Hér er stigið enn eitt skrefið í þá átt að afnema stjórn heimamanna yfir auðlindum sínum og þar með sínum eigin örlögum.“
Þetta segir Jón Bjarnason alþingismaður m.a. í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir þar einnig m.a.:

„Félagslega íbúðakerfið hefur um langt árabil verið hluti af stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum. Þessar íbúðir komu að góðum notum á sínum tíma. Sveitarfélögin réðust af miklum stórhug í byggingu íbúðarhúsnæðis þegar uppsveifla var í atvinnulífi og mikill skortur á íbúðum. Húsnæðisstofnun, byggingasjóður verkamanna og nú Íbúðalánasjóður lánuðu til kaupa á þessum íbúðum í samræmi við opinberar reglur. En skjótt skipast veður í lofti. Stefna stjórnvalda hefur leitt til stórfelldrar byggðaröskunar.

Mikil fólksfækkun og röskun atvinnulífs sem margar byggðir hafa mátt þola hafa leitt til gríðarlegs tekjumissis sveitarfélaga og sívaxandi skuldasöfnunar, m.a. vegna félagslegu íbúðanna. Íbúðirnar voru seldar með kaupskyldu sem tryggði því fólki, sem fluttist á brott, að það fengi fullt verð fyrir fasteignir sínar. Sveitarfélagið sat uppi með verðlitlar íbúðir. Fjárskuldbindingar sveitarfélaganna vegna félagslegu íbúðanna hindra þau í að taka á öðrum brýnum verkefnum fyrir íbúana.

Því fer fjarri að sveitarfélögin beri ein ábyrgð á því hvernig komið er. Sumar þessara íbúða hafa staðið tómar í nokkur ár, sumar eru nánast ónýtar og réttast að jafna þær við jörðu. Endurbætur kosta meira en nýbyggingar. Öðrum byggingum þarf að koma sem fyrst í not með öllum tiltækum ráðum. Þessar íbúðir voru byggðar á sínum tíma fyrir atbeina ríkisvaldsins, samtaka launþega, atvinnurekenda, opinberra lánasjóða og sveitarfélaganna og í upphafi sem hluti af kjarasáttmála atvinnulífsins.

Þessum aðilum öllum ber að taka höndum saman og leysa vanda félagslega íbúðakerfisins á landsvísu. Það er algjörlega óviðunandi að einn aðilinn taki hér á sig öll skakkaföllin. Þegar lánastofnanir lána fé taka þær áhættu sem þeim ber að standa við. Þegar ríkisvaldið og samtök atvinnulífsins leggja út stefnu og taka á sig skuldbindingar ber þeim einnig að taka afleiðingunum. Það er hluti af eðlilegri samábyrgð.

Það er afar ósanngjarnt að Vestfirðingum sé stillt upp við vegg með þessum hætti og þeir sviptir orkubúi sínu, fyrirtæki sem er hvort tveggja tákn um samtakamátt og sókn til nýrrar aldar. Það liggur mjög nærri að kalla aðgerð af þessu tagi kúgun og líkja við það að taka bestu mjólkurkúna upp í skuldir vegna eigna sem eru ónýtar, þurfa verulegrar endurnýjunar við eða seljast langt undir kostnaðarverði. Skuldir félagslega íbúðakerfisins ættu ekki að koma við eignarhaldi og rekstri orkubúsins.“

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli