Frétt

Múrinn – Katrín Jakobsdóttir | 09.01.2003 | 13:15Þegjandaleg draumaverksmiðja

Þeir sem muna eftir Víetnam-stríðinu muna auðvitað eftir mótmælunum í Bandaríkjunum. Og þeir sem muna ekki eftir stríðinu vita líka af þessum mótmælum þar sem þau hafa komið við sögu í hverri einustu Víetnam-mynd frá Hollywood. Og þær eru sko margar. Mótmælin voru auðvitað mikil. Listamenn voru algengir meðal andstæðinga stríðsins og frægust þeirra varð líklega Jane Fonda þegar hún fór til Víetnam í miðju stríðinu þegar Bandaríkjamenn létu sprengjum rigna yfir landið.
En Hollywood hefur breyst. Friðarsinnar í hópi leikara virðast fátíðir. Þannig hefur heimsókn leikarans og leikstjórans Seans Penns til Írak vakið gríðarlega athygli en fáir hafa lýst yfir stuðningi við Penn. Fjölmiðlar á hægrikantinum hafa beinlínis ráðist á Penn og sakað hann um að grafa undan Bandaríkjunum. Sean Penn segist sjálfur gefa lítið fyrir málflutning þessara fjölmiðla sem einkum séu í eigu Ruperts Murdochs.

Penn hefur þó ekki haft uppi harðorðar yfirlýsingar í garð bandarískra stjórnvalda. Hann hefur látið sér nægja að segja að hægt sé að komast hjá stríði. En þessi yfirlýsing hefur verið túlkuð sem gagnrýni á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og þar með til marks um Bandaríkjahatur. Sams konar gagnrýni mátti heyra á Jane Fonda þegar hún fór til Víetnam á sínum tíma. Eini munurinn er sá að Sean Penn virðist mun einangraðri í friðarbaráttu sinni en Jane Fonda var.

Auðvitað hafa svokallaðir fastir liðir úr leikarastétt látið í sér heyra; þeir sem eru taldir til vinstri eða frjálslyndir. Af þeim má nefna hjónin Tim Robbins og Susan Sarandon, leikstjórana Robert Altman, Oliver Stone og Terry Gilliam og leikarana Danny Glover og Marisu Tomei en þau hafa öll undirritað yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Ekki í okkar nafni.“ Yfirlýsingin var svohljóðandi: „Við trúum því, af því að við erum Bandaríkjamenn, að ábyrgð okkar sé að hindra óréttlæti ríkisstjórnar okkar sem framið er í okkar nafni.“

Leikarar og kvikmyndagerðarmenn voru þó í miklum minnihluta þeirra sem undirrituðu þessa yfirlýsingu en margir voru hins vegar úr hópi rithöfunda og háskólamanna. Mikill meirihluti Hollywood-fólks þegir hins vegar þunnu hljóði og lætur ekkert á sér bera. „Ég hef ekki sagt að ég styðji stríð gegn Írak“ lét Steven Spielberg hafa eftir sér um daginn en hann hefur ekki fengist til að ganga lengra. Aðrir hafa þó gengið lengra; Jessica Lange hefur lýst því yfir að það sé orðið skammarlegt að vera Bandaríkjamaður og Woody Harrelson hefur kallað stríðið rasískt og í anda heimsvaldastefnu.

En þögn annarra hefur vakið meiri athygli og hefur Warren Beatty sérstaklega verið nefndur en hann hefur oft talað fyrir friði. Hann hefur hins vegar ekki viljað láta hafa neitt eftir sér að þessu sinni. Sumir hafa gagnrýnt draumaverksmiðjuna harðlega fyrir þegjandaháttinn sem er óvenjulegur miðað við fyrri tíma. Það vekur hins vegar athygli að fyrir einu ári sendi Hvíta húsið fulltrúa sinn, Karl Rove, á fund allra helstu kvikmyndaframleiðenda í Hollywood til að fá þá á sitt band í „stríðinu gegn hryðjuverkum.“ Kannski hefur Rove tekist svona vel upp. Af er sem áður var, þegar Hollywood lét til sín taka í mannúðar- og friðarmálum. Í bili, að minnsta kosti.

kj

Vefritið Múrinn

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli