Frétt

bb.is | 08.01.2003 | 15:45Heldur færri með kennsluréttindi við Grunnskólann á Ísafirði en áður

Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Staðan í kennaramálum í grunnskólum Ísafjarðarbæjar er allgóð og almennt hefur gengið vel að manna uppeldisstofnanir í sveitarfélaginu, að sögn Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. „Við höfum verið að hækka hlutfall réttindafólks undanfarin ár en það kom smávegis bakslag í Grunnskólanum á Ísafirði í haust“, segir Ingibjörg. Þá fór hlutfall kennslustunda sem sinnt er af fólki með kennsluréttindi úr 83% í 74,5%. Ingibjörg segir að skýringuna á því megi vafalaust rekja til nýrra kjarasamninga.
Samkvæmt þeim var sveitarfélögunum gert ókleift að veita starfskjör umfram heimildir samninga eins og tíðkast hafði lengi víða á landsbyggðinni. „Þannig varð nokkur tilflutningur frá Ísafirði til Reykjavíkur þar sem kjörin voru orðin þau sömu“, segir Ingibjörg María.

Hlutfall réttindafólks í öðrum grunnskólum í Ísafjarðarbæ er nokkru lægra en í Grunnskólanum á Ísafirði. „Ástandið er sæmilegt en ég hef séð hærra hlutfall réttindafólks hjá mér. Ekki það að oft höfum við verið með ágæta leiðbeinendur. Til þess að ná sem bestum árangri í skólastarfi er hins vegar mikilvægt að kennarastöður skólanna séu skipaðar réttindafólki og að stöðuleiki sé í starfsmannahaldi. Kröfur á kennara hafa stóraukist seinni ár og það gleymist oft í umræðunni þegar rætt er um hækkuð laun þeirra. Skólarnir verða að vera eftirsóttir vinnustaðir hvar sem er á landinu og þá ekki síst vegna góðra launa?, segir Magnús Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri.

Eins og áður sagði er hlutfall kennslustunda sem er sinnt af fólki með kennsluréttindi 74,5% á Ísafirði. Hlutfallið er 52% á Flateyri og 55% á Suðureyri. Á Þingeyri er 75% bóklegrar kennslu sinnt af réttindafólki en 50% af verklegri kennslu.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli