Frétt

Stakkur 1. tbl. 2003 | 08.01.2003 | 12:00Árið 2002 og framtíðin

Árið 2002 er horfið í móðu tímans og því rétt að líta yfir farinn veg. Árið reyndist nokkurt slysaár á Vestfjörðum. Í janúar fórust ung hjón og sonur þeirra í afar sorglegum bruna á Þingeyri. Maður fórst í bílslysi á Gemlufallsheiði skömmu síðar og móðir ásamt tveimur dætrum sínum í hörmulegu bílslysi í Skutulsfirði í október. Ættingjum og aðstandendum þeirra sem kvöddu með þessum sviplega hætti eru öllum færðar samúðarkveðjur.

Íbúum fækkaði enn á Vestfjörðum, en hægar en áður og vonandi er það ekki vegna þess að af minnu sé að taka í þeim efnum heldur vegna þess að íbúar sjái bjartari tíð framundan. Árið var milt sé litið til veðurfars og verður að leita lengi til að finna nokkuð samsvarandi.

Sveitarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokks, ásamt uppstillingu Samfylkingar og Vinstri grænna og ekki síst Framsóknarflokksins, settu svip sinn á árið. Stjórnmálin áttu hug margra og munu eiga á komandi ári, ári alþingiskosninga við nýjar aðstæður og gerbreytt kjördæmi. Framsóknarflokkurinn vann nokkurn sigur í kosningum á Ísafirði og hlaut fyrir vikið tvo bæjarfulltrúa, en hélt áfram samstarfi með Sjálfstæðisflokknum, sem nú hafði bæjarstjórann sem bæjarfulltrúa. Frjálslyndir fengu einn.

Ólafur Kristjánsson, bæjarfulltrúi og bæjarstjóri með meiru, lét af pólitískum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Bolungarvíkur en hélt út árið í stól bæjarstjóra. Þá hafði hann orðið allra manna lengstan starfsaldur í sveitarstjórnum á Vestfjörðum á seinni hluta síðustu aldar og náði nýrri. Nýtt ár færði Bolvíkingum nýjan bæjarstjóra, Einar Pétursson, en áður urðu bæjarstjóraskipti á Patreksfirði og sveitarstjóraskipti á Hólmavík, í Reykhólahreppi og í Súðavík. Tveir nýir sýslumenn tóku til starfa, á Ísafirði og á Hólmavík, og eru nú konur helmingur sýslumanna á Vestfjörðum, en tveir fóru til sömu starfa, annar á Blönduósi, innan nýja kjördæmisins, en hinn úr því og suður.

Menntaskólinn á Ísafirði náði því marki að fjölga heldur nemendum og halda betur í þá en fyrr. Að auki var keyptur bústaður fyrir skólameistara. Brotthvarf lækna varð nokkurt en nú munu mestu vandræðin vera leyst, í bili að minnsta kosti. Nokkur uppgangur virtist vera í rekstri skemmtistaða. Starfsemi hófst í hinu nýja verslunarhúsi Neista og Héraðsdómur Vestfjarða flutti þangað og fékk langþráða lausn á húsnæðisvanda sínum. Því má segja að engin kyrrstaða hafi ríkt á Vestfjörðum á liðnu ári. Forvitnilegt verður að sjá hvort nýir forystumenn ríkis og sveitarfélaga færi með sér ferskan andblæ.

Kjarni málsins er sá, að íbúar Vestfjarða allir sem einn ráða mestu um hvernig næsta ár verður, þótt ýmis önnur áhrif kunni að hafa þar nokkuð að segja. Búast má við því að friður ríki um niðurstöður prófkjörs eftir að Vilhjálmur Egilsson hverfur til annarra starfa á útlendri jörð. Kosningar og niðurstöður ráða miklu um ýmsa þætti, ekki síst hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Byggðakvóti skilaði sér sæmilega til okkar, en meira þarf til sóknar og uppbyggingar.

Vestfirðingum eru færðar óskir um gleðilegt nýtt ár og farsæld á því. Vonandi verður það okkur betra en hið síðasta.


bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli