Frétt

matarlist.is | 06.01.2003 | 21:10Tælensk matargerð

Tælendingar kunna þá list að njóta lífsins til fullnustu og það er auðvelt að sjá hvers vegna.Tælensk matseld einkennist af innsæi, metnaði, næmni fyrir bragði, fagurlega fram bornum réttum og ótrúlegri fjölbreytni.Listin við austurlenska matargerð er byggð á jafnvægi milli fjögurra bragðtegunda sem eru sætt, salt, súrt og sterkt. Allur tælenskur matur er kryddaður með fersku kryddi eins og t.d. rauðu og grænu karríi, basiliku, pipar, sítrónugrasi, koríander, tamarin, sykri og kókosmjólk. Annað sérkenni tælenskrar matargerðar er hversu fljótleg hún er. Matseldin sjálf tekur ekki nema nokkra mínútur og réttirnir eru bornir fram strax, borðaðir hægt og hvers bita er notið, eins og þeir sem kunna að njóta lífsins gera.
Tælensk matargerð hefur hlotið alþjóðlegar vinsældir á undanförnum árum. Hvort sem rétturinn er eld-sterkur, eða bragðlítill, þá er jafnvægi gullna reglan í matseldinni. Tælensk matargerð er í hnotskurn sambland af aldagamalli austurlenskri matargerð og vestrænni, þar sem þessir tveir heimar mætast og búa til hið einstaka tælenska yfirbragð. Útkoman veltur á þeim sem eldar, fyrir hvern eldað er, hvert tilefnið er, og hvar eldað er, hvernig veisluborðið er samansett.

Upprunalega endurspeglaði matargerðina hinn \"fljótandi\" lífstíl Tælendinga. Vatnadýr, plöntur og jurtir voru helstu hráefnin. Forðast var að hafa stóra kjötbita, en síðar varð það algengara þegar vestrænna áhrifa fór að gæta meira. Vegna Búddatrúarinnar forðuðust Tælendingar að nota stóra kjötbita, kjötið var frekar rifið niður og þakið jurtum og kryddum. Hefðbundnar eldunaraðferðir voru kássur, bakaðir réttir eða grillaðir. Með kínverskum áhrifum kynntust Tælendingar hrær- og djúpsteikingum. Matargerðaráhrif eftir 17. öld vöru helst frá Portúgal, Hollandi, Frakklandi og Japan. Chillipipar kom til sögunnar seint á 16. öld með Portúgölskum trúboðum sem höfðu kynnst honum í Suður-Ameríku.

Tælendingar áttu auðvelt með að aðlaga ný og útlend áhrif að sinni eigin matargerð. Yfirgnæfandi hrein krydd voru milduð og bragðbætt með ferskum jurtum svo sem sítrónugrasi og galanga. Með tímanum voru færri og minna magn af kryddum notuð í tælenska karrírétti, en notkun ferskra jurta aukin. Það er almennt viðurkennt að tælenskt karrí er mjög sterkt í skamman tíma, en annað karrí með sterkum kryddum heldur styrkleikanum lengur.

Í stað þess að bera fram réttina í hlutum er tælensk máltíð borin fram öll í einu, sem gerir matargestum kleift að njóta margra ólíkra rétta sem þó njóta sín vel saman. Ekta tælensk máltíð ætti að samanstanda af súpu, karrírétti, fisk- eða kjötrétti með ídýfum (sósum) og grænmeti. Kryddað salat getur komið í stað karríréttarins. Að lokum verður að vera samræmi milli bragðs og áferðar innan hvers réttar og allrar máltíðarinnar.

Matarlist.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli