Frétt

Kalkúnn.is | 06.01.2003 | 20:54Kalkúnn: Skrýtnar sögur og siðir

Þótt kalkúnar séu vinsælir í Bandaríkjunum, þá eru það Ísraelar sem borða manna mest af þessum ljúffenga fugli. Þeir setja ofan í sig 12 kg af kalkúnakjöti á mann á hverju ári. Næstir koma Bandaríkjamenn með 8 kg. Þar á eftir koma einhverjir mestu sælkerar á byggðu bóli, nefnilega Frakkar, með rúm 6 kg á mann. Í Bandaríkjunum eru framleiddir 270 milljónir kalkúna á þessu ári, eða einn slíkur á hvert mannsbarn. Þetta er helmings aukning á 25 árum. Neysla Bandaríkjamanna er ekki aðeins um hátíðarnar, sem sést á því að á Þakkargjörðardaginn borða þeir 45 milljón kalkúna, 22 milljón á jólum og 19 milljón á páskum. Þá eru eftir 184 milljónir kalkúna, eða tveir þriðju ársneyslunnar. Kalkúnn hefur vaxið gríðarlega í vinsældum í Bandaríkjunum vegna þess hversu fitulítið kalkúnakjöt er en bragðgott og næringarríkt engu að síður. Að jafnaði hefur kalkúnakjötið aðeins um 2% fitu, en er mjög próteinríkt.
Kalkúnn á tunglinu

Það eru aðeins nokkur ár frá því að kalkúnarækt hófst hér á landi. En áratugum áður höfðu kalkúnar lagt land undir væng, ef svo má að orði komast. Eftir að menn stigu fæti á tunglið í fyrsta skipti var fyrsta máltíð geimfaranna Neils Armstrong og Edwins Aldrin ofnsteiktur kalkúnn með tilheyrandi meðlæti - að vísu úr túpu, en bragðgott engu að síður.

Karlrembufugl

Kalkúnar og hænsni eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt. Hjá hæsnsnum viðgengst sú karlremba að aðeins hanar gala á meðan hænur gagga. Á sama hátt er það aðeins karlyns kalkúnninn sem gefur frá sér þetta sérkennilega korr-hljóð. Kvenkynið lætur sér nægja hljóð sem minna á smelli.

Einkennisfugl Bandaríkjanna

Allir kannast við örninn í bandaríska skjaldarmerkinu. Benjamín Franklín hafði hins vegar stungið upp á því að kalkúni yrði fugl skjaldarmerkisins. Hann taldi kalkúninn standa Bandaríkjamönnum nær en örninn, meðal annars að kalkúnn hefði verið til staðar þegar Evrópumenn námu landið og mettað marga. Honum varð þó ekki að ósk sinni.

Dickens studdi kalkúninn

Fyrr á öldum voru svanir, páfuglar og fleiri slíkir skrautfuglar hafðir á hátíðarborðum í Englandi, ekki síst á jólum. Talið er að \"Jólasaga\" Charles Dickens (A Christmas Carol) hafi átt mestan þátt í því að gera Englendinga fráhverfa því að borða þessa fallegu fugla og þeirra í stað kom kalkúninn og hefur verið þar síðan.

Sá allra stærsti

Í Heimsmetabók Guiness er skráður þyngsti kalkúnn heims. Hann var 39 kg að þyngd þegar honum var slátrað árið 1989.

Erótískur kalkúnn

Í bók Isabel Allende, Afródíta, sem kemur út hjá Máli og menningu er uppskrift að kalkúni. Bókin er þýdd af Tómasi R. Einarssyni. Isabel Allende kallar réttinn Kalkúnninn í kvennabúrinu og er frásögnin eftirfarandi:

„Þar sem þessi bók er fyrir tvo elskendur bjóðum ekki upp á uppskrift að fylltum kalkún, sem nægir fyrir heila fjölskyldu; en hálft kalkúnabrjóst er afar gómsætt í þessum búningi.

Hráefni
1/2 kalkúnabrjóst, skorið í 4 hluta
1 bolli vatn
1/2 gulrót
1/4 laukur
1/2 sellerístöngull
1/4 næpa
salt og pipar
1 bolli af muldum hnetum
1 hvítlauksrif, flysjað og kramið
1/4 bolli af saxaðri steinselju (bara blöðin)
1 þykk sneið af skorpulausu formbrauði
2 msk af ólífuolíu
svartar ólífur og tómatsneiðar til skrauts

Matreiðsla

Steikið kalkúninn, næpuna, gulrótina, laukinn og selleríið í olíu og kryddið með salti og pipar. Bætið vatninu og látið sjóða undir loki í 45 mínútur. Takið af hitanum, sigtið soðið og leggið grænmetið til hliðar.

Hreinsið öll bein úr kalkúninum og skiljið aðeins eftir hinn æta hluta hans. Bleytið brauðið í 1 bolla af kalkúnssoðinu. Hrærið því saman við steinseljuna, hvítlaukinn og hneturnar í matvinnsluvélinni. Úr því verður þykkt mauk sem þið skulið þynna með ólífuolíunni. Hellið þessari sósu yfir kalkúninn og skreytið með tómatsneiðum og svörtum ólífum.“

Kalkúnn.is

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli