Frétt

| 30.10.2000 | 15:07Skuldir upp á tugi milljóna „spretta upp úr skúffum“

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.
Félagslega húsnæðiskerfið hefur reynst sveitarfélögum erfiður biti á liðnum árum, einkum á Vestfjörðum. Meðal þess nýjasta eru þau áform ríkisvaldsins að vestfirsk sveitarfélög láti Orkubú Vestfjarða af hendi og andvirði þess renni til greiðslu vanskilaskulda í félagslega kerfinu. Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ hafa varið ómældri vinnu í þessi mál og má þar með sanni tala um baráttu við kerfið. Þess vegna má segja að Halldór Halldórsson bæjarstjóri sé nauðugur viljugur orðinn sérfræðingur í félagslega húsnæðiskerfinu. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur af þeirri ástæðu leitað til hans í síauknum mæli varðandi þessi efni.
Að sama skapi er Ísafjarðarbær mest áberandi „innan kerfisins“ í því að ýta við hlutunum og óska eftir leiðréttingum, nýjum reglum, frekari reglum og svo framvegis. Nefna má, að fyrir nokkru lagði bæjarstjóri til á fundi í félagsmálaráðuneytinu, að þrjár nefndir er tengjast þessum málum verði sameinaðar í eina. Ef þannig fer munu áhrif Ísafjarðarbæjar á þessum vettvangi aukast enn en þau hafa farið vaxandi undanfarna mánuði. Vonir manna hér vestra standa til þess að það muni skila sér með einhverjum hætti.

„Einna erfiðasta pakkann í félagslega húsnæðiskerfinu fengum við frá Suðureyri“, segir Halldór Halldórsson. „Til dæmis hafa komið þaðan um 60 milljónir í óþinglýstum, óskráðum lánum sem hafa verið að spretta upp úr skúffum Íbúðalánasjóðs eftir því sem við tökum meira til í þessu. Við höfum neitað algerlega að borga af þessu og sagt að þarna hafi gamla Húsnæðisstofnun og félagsmálaráðuneytið ekki staðið sig í eftirliti með sveitarfélaginu Suðureyrarhreppi.“

Halldór segir að ekki hafi fengist jákvæð viðbrögð við þessum málflutningi.

Spurningar hafa verið uppi um sölu íbúða í félagslega húsnæðiskerfinu á frjálsum markaði. Ýmsum þykir öfugsnúið að sjá heppilegt húsnæði standa autt og mega ekki kaupa það. „Við viljum selja íbúðir en skilyrði er að mega það samkvæmt lögum. Við megum ekki selja íbúðir með 1% vöxtum sem eru um leið skilgreindar sem félagslegar leiguíbúðir“, segir bæjarstjóri.

Á síðasta vetri samþykkti félagsmálaráðherra að Varasjóður viðbótarlána, sem fjármagnaður er með framlögum frá sveitarfélögum, megi leggja fram 90% á móti 10% framlagi sveitarfélaganna þegar seldar eru íbúðir úr kerfinu inn á almennan markað. Þessi 90% geta reyndar farið niður í allt að 80% ef sveitarfélagið hefur átt íbúðina lengi.

Þetta á aðeins við um innleystar íbúðir sem sveitarfélögin hafa ekki breytt í svokallaðar félagslegar leiguíbúðir. Þær íbúðir eru með lánum með 1% vöxtum, eins og áður var vikið að. Sveitarfélög breyttu mörgum íbúðum í „félagslegar leiguíbúðir“ til að spara vexti. Svo vill til að mikið af íbúðum í félagslega kerfinu á Suðureyri af því tagi samkvæmt skilgreiningu kerfisins.

„Við höfum ítrekað óskað eftir leiðréttingu á þessu til að mega selja þessar íbúðir líka“, segir Halldór. „Hins vegar skal tekið fram að við munum aldrei selja margar íbúðir á ári út úr kerfinu og kemur þar ýmislegt til. Til dæmis er því samfara mikill kostnaður fyrir sveitarfélagið þó að okkar hluti af niðurgreiðslunni sé ekki nema 10-20%. Líka skiptir máli að „rugga“ ekki markaðnum á litlu svæði. Ekki má koma inn á markaðinn með margar íbúðir sem geta hugsanlega haft áhrif á verðið á markaði“, segir hann.

Halldór segir að bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ hafi lagt gríðarlega vinnu í að fá í gegn leiðréttingar á þessu kerfi. Þar má nefna ýmsar skýrslur til að hafa áhrif á stjórnvöld og fjölda funda sem bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og einstakir bæjarfulltrúar hafa átt með félagsmálaráðherra, fulltrúum Íbúðalánasjóðs og öðrum sem að málinu koma.

„Við höfum sent minnisblöð eða skilið þau eftir á fundum, sent félagsmálaráðuneyti bréf og sent afrit til Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármálaráðherra og tekjustofnanefndar, til nefndar sem eftirlit skal hafa með fjármálum sveitarfélaga, til Íbúðalánasjóðs og fleiri og fleiri. Dropinn holar vonandi steininn en ég verð að segja að vonbrigði okkar með viðbrögð eru mikil“, segir Halldór Halldórsson.

Á hinn bóginn lýsir bæjarstjóri yfir ánægju með áfangaskýrslu starfshóps á vegum félagsmálaráðherra um félagslega íbúðakerfið á Vestfjörðum. „Sú skýrsla var kynnt í sumar og lofar góðu, verði hún staðfest. Samkvæmt henni verða margar leiðir til að bæta stöðuna í félagslega kerfinu. Ég vil hiklaust segja að skýrslan sé gott útspil frá félagsmálaráðuneytinu.“

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli