Frétt

Kreml - Finnur Þór Birgisson | 06.01.2003 | 17:10Þingframboð – eða ekki?

Sjálfa kosninganóttina eftir síðustu borgarstjórnarkosningar lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir því yfir að hún væri ekki á leiðinni í þingframboð á næsta ári. Með þessu staðfesti hún þau fyrirheit sem hún hafði gefið í kosningabaráttunni. Í september á síðasta ári sá Ingibjörg Sólrún sérstaka ástæðu til þess að leggjast undir feld í nokkra daga áður en hún staðfesti þetta heit sitt að nýju. Þann 18. desember sl. lýsti Ingibjörg Sólrún því hins vegar yfir að hún ætlaði sér að taka 5. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Var Ingibjörg Sólrún þá ekki svíkja gefin fyrirheit með að taka þetta sæti? Því hafnar Ingibjörg sjálf í viðtali við Morgunblaðið þann 31. desember sl., þar sem hún segir orðrétt: „Þegar við erum að tala um þingframboð, í þeirri stöðu sem ég er, þá held ég að engum blandist hugur að þá er fólk að tala um það að taka ákveðna forystu í framboði. Það stefndi ég ekki á í kosningunum, það stefndi ég ekki á í haust og það stefndi ég heldur ekki á núna.“

Nú ber að hafa í huga að Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, lýsti því yfir um leið og hann tilkynnti fjölmiðlum um framboð Ingibjargar, að hún myndi skipa baráttusæti Samfylkingarinnar. Össur er raunar gjarn á slíkar yfirlýsingar. Hann lýsti því t.d. yfir fyrir kosningarnar 1999 að 10. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík væri sambærilegt baráttusæti. Úrslit kosninganna urðu þau að Samfylkingin fékk 5 þingmenn í Reykjavík.

Eigi að síður er erfitt að sjá hvernig það gangi upp að baráttusætið sé ekki í þingframboði. Hver er annars merking þess að vera í þingframboði? Er orðið „þingframboð“ ekki eitt af þessum gegnsæju orðum sem íslenskan er svo rík af? Er það ekki annars augljóst að orðið merkir einfaldlega að bjóða sig fram til setu á þingi? Fer fólk ekki annars í framboð til Alþingis með því að taka sæti á listum stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningar? Eru þeir sem sitja á framboðslistum fyrir Alþingiskosningar þá ekki komnir í „þingframboð“?

Ekki finnst Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur það. Hún segir að seta hennar í 5. sæti Samfylkingarinnar sé ekki þingframboð í „þeirri stöðu sem ég er“, svo vitnað sé aftur til áðurnefnds viðtals við Morgunblaðið. Hverju getur staða Ingibjargar Sólrúnar breytt um þá einföldu staðreynd, hvort hún sé að bjóða sig fram til þings eða ekki? Þá segir Ingibjörg Sólrún jafnframt í viðtalinu að þegar talað sé um þingframboð sé verið að tala um að „taka ákveðna forystu í framboði“. Hvað meinar Ingibjörg Sólrún með „forystu í framboði“? Ber að skilja það svo að aðeins þeir sem skipta 1. sætið séu í þingframboði? Ef sá skilningur er réttur, eru þau Bryndís Hlöðversdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar (sem skipa 2.-4. sætið á lista Samfylkingarinnar í kjördæmi Ingibjargar) ekki í þingframboði? Eða eru þau í þingframboði vegna þess að þeirra „staða“ er önnur en Ingibjargar?

Augljóslega var markið sett ansi hátt - og líklega of hátt - þegar formaður Samfylkingarinnar ákvað að 5. sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður yrði baráttusæti flokksins. En það er einfaldlega sjálfskaparvíti Samfylkingarinnar að forystumenn hennar magna í sífellu upp væntingarnar til eigin frammistöðu, sem síðar reynist ómögulegt að standa undir. Ekkert af þessu breytir merkingu orðsins „þingframboð“. Ástæðan fyrir þessari nýstárlegu skilgreiningu Ingibjargar á þessu annars sakleysislega orði er einfaldlega sú að borgarstjórinn hafði málað sig út í horn með eigin yfirlýsingum. Nú skal bjarga sér úr klípunni með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórnmálamaður rekur flóttann undan eigin loforðum með því að fara undan í flæmingi og þenja þanþol tungumálsins til hins ýtrasta.

Það hefði verið meiri reisn yfir framboði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefði hún haft kjark til þess að viðurkenna að þar með því væri hún að ganga á bak orða sinna. Hún átti jafnframt að gera sér grein fyrir því að hún gæti ekki bæði staðið í fylkingarbrjósti Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar og verið borgarstjóri í umboði Framsóknarflokksins, Vinstri-Grænna og Samfylkingarinnar. Raunar verða orð hennar ekki skilin á annan veg en að hún geri sér sjálf grein fyrir þessu. Þannig segir Ingibjörg Sólrún í áðurnefndu viðtali við Morgunblaðið að það hafi ekki verið nokkur vafi í hennar huga að hún gæti ekki gegnt starfi borgarstjóra tæki hún fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar. En hún virðist hafa haldið að um fimmta sætið giltu allt önnur lögmál, jafnvel þó

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli