Frétt

| 27.10.2000 | 14:19Hlynir þrífast yfirleitt illa á Vestfjörðum

Hlynurinn voldugi á Bíldudal.
Hlynurinn voldugi á Bíldudal.
Tré ársins 2000 á Íslandi er hlynur sem stendur við húsið Sólheima á Bíldudal, samkvæmt útnefningu Skógræktarfélags Íslands. Á morgun kl. 16 verður hátíðleg athöfn að Sólheimum þar sem tréð og eigendur þess fá afhentar viðurkenningar úr hendi formanns félagsins, Magnúsar Jóhannessonar ráðuneytisstjóra. Hlynurinn á Bíldudal er að mati Skógræktarfélagsins bæði glæsilegur og voldugur. Hins vegar eru hlynir viðkvæm tré og þrífast yfirleitt illa á Vestfjörðum. Að sögn Arnar Gíslasonar bifvélavirkja á Sólheimum er tréð um tíu metra hátt. „Þessi tegund á víst ekki að geta lifað svona vel hjá okkur hérna fyrir vestan“, segir hann.
„Það hefur verið erfitt að ná þessum trjám stórum, eftir því sem spekingar segja. Því miður er ekki á hreinu hversu gamalt þetta tré er en menn giska á að það sé að minnsta kosti 70 ára og jafnvel eldra“, segir Örn. Hann segir að hlynurinn veki talsverða athygli en það fari eftir veðri hversu fallegur hann er og hversu vel hann njóti sín.

Bíldudalur er annálaður fyrir veðursæld og mikla sumarblíðu. Það kemur því e.t.v. ekki svo mjög á óvart þrátt fyrir allt, að tré ársins á Íslandi skuli finnast þar.

Ingunn Jensdóttir, eiginkona Magnúsar Jónssonar járnsmiðs á Bíldudal, gróðursetti tréð á sínum tíma. „Sem betur fer var tréð ekki sett svo nálægt húsinu að rætur færu í grunninn og skemmdu fyrir tré og húsi. Ingunn hefur hugsað fram í tímann“, segir Örn. „Þegar mjög hvasst er í suðvestanátt fer hlynurinn að berjast í húsið og heldur fyrir manni vöku.“

Útnefningunni á tré ársins er ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjárækt og skógrækt.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli