Frétt

Leiðari, 43. tbl. 2000 | 26.10.2000 | 15:01Með lögum skal land byggja

Þessi afdráttarlausa yfirlýsing, sem við höfum daglega fyrir augum þótt við veitum henni ekki athygli í öllu amstrinu, hlýtur samtímis að eiga að merkja að lög skuli ekki aðeins uppi höfð til að viðhalda reglu í landinu, heldur skuli allir þegnar þess jafnir fyrir þeim. Almenningur veit ekki betur en að svo eigi að vera og flestir trúa því að svo sé.

,Siðlaust réttarástand“ er yfirskrift greinar sem nýverið birtist í Morgunblaðinu. Greinin er eftir þekktan hæstaréttarlögmann, sem fær ,,ekki var-ist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsissviptingarinnar“.

Ekki er ástæða til að rekja frekar skrif lögmannsins um þetta tiltekna mál, sem flestir muna eflaust eftir, en sérstök ástæða er til að vekja athygli á niðurlagi greinarinnar, eftir að lögmaðurinn hefur lýst yfir að ,,það [sé] aldrei hægt að rétt-læta siðferðislega slíka niðurstöðu sem þessa með hugleiðingum um, að maðurinn kunni að hafa verið sekur, þrátt fyrir sýknudóminn“, en þar segir: ,,Efist menn um réttmæti þess sem hér hefur verið sagt vegna fordóma um þennan tiltekna mann, ættu þeir að setja sig í þau spor að verða sjálfir sviptir frelsi í þágu rannsóknar á broti sem þeir hafa ekki framið. Þá finna þeir rétta svarið.“

Á undanförnum árum hefur verið stofnað til embætta sem ætlað er að auðvelda almenningi að njóta réttar síns og til að gæta hagsmuna ákveðinna hópa. Má í því sambandi nefna umboðsmann Alþings og umboðsmann barna sem gegna þessu hlutverki. Full þörf er á þessu liðsinni almenningi til handa. Í fyrsta lagi hefur fólk ekki hugmynd um þann flókna farveg sem hin mikla elfur gildandi laga flæðir um. Í annan stað hefur fólk ekki hugmynd um hvar og hvernig það á að bera sig að ef það hyggst leita réttar síns einhverra hluta vegna.

Er allt sem sýnist? Ætli fólki, svo dæmi sé tekið, sé almennt kunnugt um að niðurstöðu Héraðsdóms í málum sem snúast um fjárhagslega hagsmuni verður ekki áfrýjað til Hæstaréttar nema fjárhæðin sem tekist er á um nái ákveðinni fjár-hæð? Með öðrum orðum: Réttur og sjálfsvirðing einstaklingsins skiptir ekki máli ef peningaupphæðin sem tekist er á um er ekki nægilega há. Þetta er ótrúlegt í lok tuttugustu aldar í landi þar sem því er haldið fram, að stjórnarskráin setji rétt þegnanna í öndvegi.

Nei, það er ekki allt sem sýnist.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli