Frétt

Múrinn - Stefán Pálsson | 24.12.2002 | 14:19Afganistan, Írak og gullfiskarnir

Ef marka má suma sérfræðinga í barnasálfræði, eiga kornabörn erfitt með að skilja að nokkuð sé til utan sjónsviðs þeirra. Ef foreldri eða leikfang hverfur úr sjónmáli jafngildir það því viðkomandi sé gleymdur, dáinn eða að eilífu glataður. Annað orð yfir þessa tegund heilastarfsemi er „gullfiskaminni“, sem vísar í þá goðsögn að gullfiskar muni ekkert stundinni lengur og því sé umhverfið alltaf nýtt og framandi í þeirra augum.
Oft virðist sem fjölmiðlasamfélag Vesturlanda eigi við sama gullfiskaminnið að stríða þegar kemur að erlendum fréttum. Á meðan kastljósið beinist að tilteknum málum eða heimssvæðum getur fólk fyllst hluttekningu og krafist aðgerða, en þegar fréttirnar hætta að dynja á okkur vill áhuginn dofna undurskjótt.

Fyrir rétt rúmu ári mátti nánast ganga að því sem vísu að í hverjum einasta kvöldfréttatíma og í hverju einasta dagblaði mætti fræðast um kröpp kjör kvenna í Afganistan. Frásagnir af þvinguðum hjónaböndum, opinberum aftökum, örbirgð ekkna og almennri kúgun voru daglegt brauð. Fljótlega lærðum við að elska þessar konur nægilega mikið til að sprengja þær í loft upp með klasasprengjum og strá yfir þær sneyddu úrani.

Eftir að mestu loftárásahrinunum lauk, tók við nokkurra vikna tímabil með „sniðugum“ fréttum frá Kabúl - af fyrsta opinbera fótboltaleiknum í borginni í áratug, opnun kvikmyndahúss og fyrstu rokktónleikunum. Með þessu fylgdu almennar óskir um að lýðræði og mannréttindi yrðu senn tryggð í landinu.

Ekki reyndist úthaldið þó meira en svo að eftir 2-3 mánuði var þolinmæðin búin að kalla. Fréttirnar frá Afganistan urðu að þoka stöðugt aftar í fréttatímunum uns þær féllu í flokk með furðufréttum af snjöllum gæludýrum eða kjánalegum heimsmetstilraunum. Nú, ári eftir að fjölmiðlar sammæltust um nauðsyn þess að sprengja Afganistan í tætlur í mannúðarskyni - láta menn sér lítið bregða við fregnir um að nýjum herrum hafi fylgt sáralitlar breytingar. Sums staðar hefur staða kvenna jafnvel versnað frá því í tíð Talibana.

Fyrir ári síðan kynntu Bandaríkin og Bretar til sögunnar ýmsa nýja og óvænta bandamenn í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Ótíndir glæpamenn, stríðsherrar og málaliðar þeirra urðu á svipstundu að frelsisherjum og lýðræðissinnum. Þar á meðal var stríðsherrann Ismail Khan, sem Donald Rumsfeld lýsti sem „heillandi einstaklingi“. Ismail Khan er nú allsráðandi í Herat í Afganistan og flutti í síðasta mánuði útvarpsávarp þar sem hann áréttaði að það væri skylda allra manna að berja konur sem sæjust í för með öðrum körlum en eiginmönnum sínum.

Sú staðreynd að fjölmiðlar jafnt sem ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa lítið kippt sér upp við mannréttindabrot stríðsherranna sem studdir voru til valda í Afganistan er vísbending um það hversu langvinn samúð okkar verður með því fólki sem næsta stríð beinist gegn. Staða kvenna í Afganistan var forsíðufrétt í aðdraganda síðasta stríðs, í dag er hún vart neðanmálsgrein á innsíðum.

Eftir að hersveitir Bandaríkjamanna hafa haldið inn í Írak, ráðist inn í Bagdad og steypt ríkisstjórn Saddams Husseins, hversu lengi munum við nenna að bíða eftir fréttum af því að lýðræði hafi komist á? Í viku? Mánuð? Fjóra mánuði? - Fyrstu dagana verður enginn hörgull á myndum af dansandi íbúum Bagdad og leiðtogum Baath-flokksins hangandi í ljósastaurum.

Það skyldi þó ekki fara svo að í ársbyrjun 2004 muni skýrslur samtaka á borð við Amnesty International og Human Right Watch um illa meðferð leppstjórnarinnar í Bagdad á Kúrdum og stjórnarandstæðingum verða afgreiddar í einni eða tveimur málsgreinum innan um erlendu fréttaskeytin á síðum dagblaðanna. Vesturlandabúar geta nefnilega elskað fólk nægilega mikið til að sprengja það í loft upp - en gleyma því að það sé til um leið og kastljósinu er beint annað.

sp

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli