Frétt

Björn Bjarnason | 22.12.2002 | 13:45„... eins og hver önnur langavitleysa“

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gekk þannig fram gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, að miðvikudaginn 18. desember var henni sú leið ein fær, að lýsa yfir framboði sínu í Reykjavík fyrir Samfylkinguna í þingkosningunum 10. maí næstkomandi. Ingibjörg Sólrún sagði, að nú hefði málið borið að með öðrum hætti en um mánaðamótin ágúst/september, þegar hönnuð var atburðarás með skoðanakönnun í nafni vefsíðunnar Kreml.is. Niðurstaða hennar sýndi, að með framboði Ingibjargar Sólrúnar mundi Samfylkingin auka fylgi sitt í þingkosningunum.
Nú er sá mikli munur, segir Ingibjörg Sólrún, að kallið kemur innan úr Samfylkingunni! Í september var sagt, að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf átt þátt í hönnun atburðarásarinnar.

Fyrir Össur Skarphéðinsson skipti miklu að koma flokki sínum úr þeirri klípu, sem myndaðist vegna umræðnanna um þingframboð Ingibjargar Sólrúnar eftir skoðanakönnunina. Þá settu þeir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri/grænna, hnefann í borðið og sögðu hingað og ekki lengra. Í nafni R-listans útilokuðu þeir einn öflugasta Samfylkingar-stjórnmálamanninn frá því að bjóða sig fram til þings.

Erfitt var fyrir Samfylkinguna að kyngja þessari niðurstöðu, enda sýndi hún, að vinstri/grænir og framsókn höfðu einskonar yfirflokkslegt vald yfir henni. Samfylkingarmenn dreifðu athygli frá niðurlægingunni með því að velta fyrir sér í fjölmiðlum, hvort Ingibjörg Sólrún gæti orðið ráðherra fyrir Samfylkinguna, þótt hún byði sig ekki fram til þings.

Niðurstöður skoðanakönnunar Kreml.is voru birtar 2. september en hinn 10. september gaf Ingibjörg Sólrún yfirlýsingu, þar sem hún sagðist ekki mundu bjóða sig fram til þings vorið 2003. „Niðurstaða mín er sú“, segir í yfirlýsingunni, „að ekkert það hafi gerst á vettvangi stjórnmálanna sem knýi á um að ég breyti þeirri afstöðu sem ég tók í vor og söðli um.“ Nauðsynlegt er að hafa þessi orð í huga, þegar rýnt er í ummæli Ingibjargar Sólrúnar núna, þar sem hún heldur því enn fram, að hún hafi ekki „söðlað um“, þótt hún hafi nú ákveðið að bjóða sig fram til þings, andstætt yfirlýsingu sinni 10. september. Í samtali við Morgunblaðið 11. september sagði hún: „Ég sagði í vor að ég stefndi ekki að þingframboði og ég endurtek það núna. Ég hef í sjálfu sér engu við þetta að bæta. Og að halda áfram endalausum vangaveltum um einhverja óræða framtíð er eins og hver önnur langavitleysa.“

Í leiðara Morgunblaðsins 11. september síðastliðinn sagði um ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar: „Með þessu svari hefur borgarstjóri styrkt persónulega stöðu sína sem stjórnmálamaður sem stendur við orð sín. Hún gaf kjósendum mjög afdráttarlaus loforð um það í vor að hún yrði áfram borgarstjóri og sneri sér ekki að öðru snemma á kjörtímabilinu. Hún gengur ekki á bak þeirra orða sinna, þótt hún hafi fengið upp í hendurnar freistandi tækifæri til að láta til sín taka á vettvangi landsmálanna eftir níu ára starf sem borgarstjóri. Vafalaust hefðu ýmsir aðrir stjórnmálamenn gripið þetta tækifæri, jafnvel þótt þeir hefðu þar með lent í mótsögn við sjálfa sig.“

Í tilefni af þessum leiðara ritaði Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor, grein í Morgunblaðið 12. september og sagði:

„Þá vaknar spurningin: Um hvað var hún Ingibjörg Sólrún að hugsa undir feldinum? Var ekki málið einfalt? Hún hafði sagt fyrir borgarstjórnarkosningar að hún færi ekki í þetta framboð. Einhverjir hafa sjálfsagt greitt R-listanum atkvæði vegna þeirrar yfirlýsingar. Var ekki einfalt fyrir hana að svara því strax og þessar hugleiðingar komu fram, að þetta kæmi ekki til greina af þeirri einföldu ástæðu, að hún hefði gefið yfirlýsingu þar að lútandi síðasta vor? Það skyldi þó ekki vera að hún hafi verið að hugleiða, að svíkja loforðið? Var um eitthvað annað hugsað undir feldinum?

Það er svo kannski einkennandi fyrir samfélagsleikritið, að menn skuli telja það til sérstakra verðleika stjórnmálamanns að standa við orð sín, jafnvel þó að það taki hann einhverjar vikur að ákveða hvort hann ætli að gera það.“

Á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lá undir feldinum eða hinn 7. september 2002 birtist grein eftir Dag B. Eggertsson, óflokksbundinn borgarfulltrúa R-listans, sem var handvalinn af Ingibjörgu Sólrúnu á listann. Sagðist hann þess fullviss, að Ingibjög Sólrún færi ekki í þingframboð. Hann rökstuddi það með þessum hætti:

„Ástæða þess að ég tel nær útilokað að Ingibjörg Sólrún fari fram til Alþingis er einföld. Skýra

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli