Frétt

Múrinn - Katrín Jakobsdóttir | 21.12.2002 | 12:28Danir deila um eldflaugar

Nokkur eining hefur ríkt í Danmörku um utanríkis- og öryggispólitík landsins undanfarinn áratug en nú virðast breytingar á því í aðsigi. Ásteytingarsteinninn er nýtt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, hefur lýst sig fylgjandi kerfinu og kallar það „friðarverkfæri“ en Jafnaðarmenn hafa lýst miklum efasemdum um verkefnið og telja það ekki rétta svarið gegn hryðjuverkum af hvers konar tagi.
Bandaríkjamenn þurfa að nota Thule-herstöð sína á Grænlandi í verkefnið og þannig tengist málið Dönum. Vaxandi andstaða hefur verið á Grænlandi við bandarísku herstöðina en á Grænlendinga hefur ekki verið hlustað. Danska ríkisstjórnin hefur ekki verið reiðubúin að leyfa Grænlendingum að taka þátt í umræðunni en segir að þeir fái að koma að lokaákvörðun. Danskir stjórnmálaskýrendur telja hins vegar raunveruleg áhrif Grænlendinga hverfandi. Nú virðast hins vegar blikur á lofti hjá Dönum. Ekki aðeins stefnir í versnandi samskipti þeirra við Grænlendinga heldur er kominn upp ágreiningur á danska þinginu. Jeppe Kofod, leiðtogi Jafnaðarmanna, segir að eldflaugaáætlun Bandaríkjamanna sé ekki rétta svarið, nær væri að styrkja sáttmála um útrýmingu kjarnavopna en að koma fyrir fleiri slíkum.

Danska ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þess innan fárra mánaða hvort Bandaríkjamenn fái að nota Thule-herstöðina í verkefnið. George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á dögunum að fyrstu áfangar í kerfinu ættu að vera tilbúnir 2004 og því er tímapressa mikil. Kerfið gengur út á að koma fyrir eldflaugum í herstöðvum Bandaríkjamanna víða um heim. Ef einhver ákveður að skjóta eldflaug á Bandaríkin mun kerfið, með hjálp gervihnattatækninnar, nema flaugina og þá mun sú annarri flaug verða skotið frá þeirri herstöð sem er næst í þeim tilgangi að sprengja upp árásarflaugina. Þetta rándýra og umfangsmikla kerfi er einkum sett upp til að verjast árásum frá óvinaríkjum Bandaríkjanna en til þeirra teljast, samkvæmt Bush, Kúba, Írak, Íran, Lybía og Norður-Kórea. Þessi ríki hafa einnig verið kölluð öxulveldi hins illa af Bandaríkjaforseta. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að kerfið sé ekki nándar nærri tilbúið en telur að það verði mjög fullkomið þegar það verður tilbúið.

Danski Jafnaðarmannaflokkurinn efast hins vegar um notagildi kerfisins og bendir á að það veiti enga vörn gagnvart því sem gerist á jörðu niðri. Stjórnarflokkarnir eru hins vegar hlynntir kerfinu og telja að það veiti vörn gegn árásum framtíðarinnar. Þó að reyndar verði að teljast líklegt að hryðjuverkamenn reyni einmitt að finna leið framhjá kerfinu. Umræðan í Danmörku er af hinu góða enda nauðsynlegt að velta fyrir sér öðrum leiðum til friðar.

Ljóst er að Bandaríkjastjórn hefur í hyggju að eyða stórkostlegum fjárhæðum í þetta nýja eldflaugavarnakerfi þó að tilgangur þess sé augljóslega umdeilanlegur. Sú skoðun virðist vera fullkomlega ráðandi í Bandaríkjunum að maður sé því öruggari því fleiri og dýrari vopn sem maður eigi. En það er sama hversu marga lása maður setur á hurðina. Ef heimsástandið býður upp á ófrið þá verður ófriður. Öll vopn heimsins geta ekki breytt því. Þau geta hins vegar gert vopnaframleiðendur ríkari og feitari og þess vegna kætast þeir væntanlega nú, þó að hátíð ljóss og friðar sé í nánd. Þeir vita sem er að hún stendur líklega ekki lengi.

kj

Vefritið Múrinn

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli