Frétt

| 25.10.2000 | 09:06Hefur ekki verið færður enn

Páll Pálsson ÍS. Gola í einnar sjómílu fjarlægð?
Páll Pálsson ÍS. Gola í einnar sjómílu fjarlægð?
Skipstjórnendur hafa lengi kvartað yfir því, að vegna óheppilegrar staðsetningar sjálfvirks vindmælis rétt við vitann á Straumnesi gefi hann villandi upplýsingar. Í ársbyrjun fór Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Ísafirði þess formlega á leit við Veðurstofu Íslands, að vindmælirinn yrði færður upp á vitann sjálfan. Skipstjórnarmenn töldu að lofað hefði verið að gera úrbætur í sumar en ekkert hefur verið gert. Að sögn veðurstofustjóra er málið í athugun hjá Siglingastofnun sem mun vera eigandi stöðvarinnar.
Skipstjórnarmenn hafa bent á, að í vissum áttum mælist vindur við Straumnestána miklu minni en hann er í raun og veru. Í bréfi Bylgjunnar til Veðurstofu Íslands í ársbyrjun var tekið er dæmi af fiskiskipi sem þá fyrir skömmu sigldi fyrir Straumnes, eina sjómílu frá landi. Þá sýndi vindmælir á skipinu 20 m/sek á meðan vindmælirinn á Straumnesi sýndi aðeins 5 m/sek.

„Það er alveg fáránlegt hvernig að málum er staðið“, sagði Páll Halldórsson skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS í samtali við Bæjarins besta. „Það er búið að hringja í veðurstofustjóra og alla aðra sem málið varðar af og til í einhver ár og ekkert gengur. Þeir lofuðu að færa í sumar en hafa ekkert gert. Þetta er stórhættulegt fyrir sjófarendur. Landhelgisgæslan hefur verið að berjast í þessu með okkur en ekkert gengur. Ég skil ekki af hverju ekkert gengur. Við höfum ekkert að gera með svona vindmælingar.“

Bæjarins besta bar þetta mál undir Magnús Jónsson veðurstofustjóra og svaraði hann á þessa leið:

„Síðan þetta mál fór á stað hef ég rætt við eiganda þessarar umdeildu stöðvar, Siglingastofnun. Okkur kom saman um að þrír kostir væru í stöðunni: Loka stöðinni á Straumnesvita, nota hana óbreytta þrátt fyrir „óheppilega“ staðsetningu eða að reyna að færa hana. Málið er nú í höndum Gísla Viggósonar hjá Siglingastofnun og mér er kunnugt um að leita á álits og liðsinnis Landhelgisgæslunnar en þar telja menn að gagn væri að flutningi.

Hins vegar verður að hafa í huga að veðurstöðvar eru misjafnlega góðar til að lýsa vindhraða í nágenni sínu. T.d. er mér kunnugt um að margir Ísfirðingar vildu frekar hafa upplýsingar frá stöð á Seljalandsdal sem er í miklu meira skjóli en t.d. Bolungarvík vegna þess að sumarlagi er hagstætt að mæla lítinn vind og háan hita. En líklega verður mest gagn hægt að hafa af vindhviðum á Straumnesvita en Veðurstofan mun fara að koma upplýsingum um þær á framfæri frá þeim stöðvum þar sem vindhraði er mældur.

En almennt má segja að í fjöllóttu landi verða menn verða ávallt að læra að nota veðurstöðvar til að hafa gagn af þeim. T.d. er mjög algengt að vindmælir við Veðurstofuna sýni hæga sunnanátt þegar norðaustanstrekkingur er vestur á Seltjarnarnesi. Þetta vita flestir sjómenn og laga sig að aðstæðum. En auðvitað væri best að hafa veðurdufl með ölduduflinu út af Straumnesi. Fjárhagur Veðurstofunnar leyfir hins vegar ekki nema lítinn hluta af því sem við vildum gera til að veita sjómönnum og öðrum landsmönnum betri veðurþjónustu.“

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli