Frétt

bb.is | 20.12.2002 | 09:46Fremur spar á stór orð og stórar auglýsingar en plumar sig samt

Sturla Böðvarsson og Elís Kjaran takast í hendur á bás Vestfirska forlagsins í Perlunni.
Sturla Böðvarsson og Elís Kjaran takast í hendur á bás Vestfirska forlagsins í Perlunni.
Hallgrímur Sveinsson bókaútgefandi á Hrafnseyri segir að „bækurnar að vestan“ seljist almennt mjög vel en hann gefur út níu titla þetta árið. Hallgrímur hefur rekið Vestfirska forlagið um árabil og haldið jöfnum og góðum dampi og verið sparari á stórfellda auglýsingamennsku en ýmis önnur forlög. Hann segir að bækurnar selji sig mikið sjálfar nú orðið og kaupendahópurinn traustur og fastur. „Bækurnar að vestan eru að vísu ekki gefnar út í neinum risaupplögum“, segir Hrafnseyrarbóndinn, „en dreifingin er mjög góð og þar tel ég góð samskipti við bóksala grundvallaratriðið. Vestfirsku bækurnar eru til sölu í velflestum bókaverslunum landsins en þær eru nú orðnar rúmlega 70 talsins“, segir hann.
„Þjóðsögur Gísla Hjartarsonar eru sem fyrr söluhæstar hjá forlaginu en bækur eins og Frá Bjargtöngum að Djúpi og Mannlíf og saga fyrir vestan eru sífellt að sækja á. Ellefta heftið af Mannlífinu er við það að seljast upp en það er prentað í þúsund eintökum, sem telst nokkuð stórt upplag á okkar mælikvarða. Svo er bókin Úr verbúðum í víking, vestan hafs og austan, í mikilli sókn þessa síðustu daga, en hana tel ég vera eina bestu minningabók á markaðnum á þessari jólavertíð, bæði hvað innihald og allan búning snertir“, segir Hallgrímur.

„Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði hringdi fyrir nokkrum dögum og flutti mér lofgjörð fyrir að hafa gefið út Höfundarsögu Þorsteins Antonssonar. Ég sagði honum að mér hefði þótt þetta góður texti hjá karlinum og hefði mátt til að koma honum á þrykk. „Þetta er vænsti drengur hann Þorsteinn en hann er andskotanum sérvitrari“, sagði ég við prófastinn fyrrverandi. „Það er betra, góði, það er betra“, svaraði síra Baldur að bragði og ég held það sé rétt hjá honum. Ég held það sé gott að vera hæfilega sérvitur þó það geti gengið út í öfgar eins og annað“, segir Hallgrímur.

Eitthvert skýrasta dæmið um vestfirska þrjósku og sérvisku hlýtur þó að vera að halda úti öflugri sérvestfirskri bókaútgáfu og pluma sig á tímum þegar stóru forlögin eru að kollkeyra sig til skiptis þrátt fyrir öll stóru lýsingarorðin sem þau nota um öll meistaraverkin hjá sér í óteljandi heilsíðuauglýsingum og opnuauglýsingum alla aðventuna. Hallgrímur hefur jafnan verið spar á stór orð og stórar auglýsingar og passað að færast ekki meira í fang en hann ræður við, – enda selja bækurnar sig sjálfar, eins og hann sagði.

Því má bæta við, að bók Elísar Kjaran, Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan, sem Hallgrímur gefur út, er komin í fimmta sætið á lista Morgunblaðsins yfir sölu á kvæðabókum í síðustu viku.

Myndin sem hér fylgir var tekin á bás Vestfirska forlagsins á Vestfjarðakynningunni í Perlunni í sumar. Þar er Hallgrímur Sveinsson (annar frá vinstri) ásamt höfundunum Gísla Hjartarsyni og Elísi Kjaran og kynningarstúlku með viðskiptavininum Sturlu Böðvarssyni.

Sjá einnig undirvefinn Bækur og plötur hér vinstra megin á bb.is.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli