Frétt

bb.is | 19.12.2002 | 17:15Fjölbreytt og efnismikið jólablað Bæjarins besta komið út

Forsíða jólablaðs BB.
Forsíða jólablaðs BB.
Jólablað Bæjarins besta kom út í dag, stærra og efnismeira en nokkru sinni fyrr. Hér skal aðeins getið nokkurra helstu efnisatriða í blaðinu, sem er fjörutíu síður. Viðtal er við Hörð Guðmundsson flugmann, sem rak Flugfélagið Erni á Ísafirði í rúman aldarfjórðung en hefur nú aðsetur í Sahara-eyðimörkinni og flýgur Twin Otter vítt um hið gríðarstóra land Alsír. Líflegt viðtal er við Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndísi Schram, sem skópu Menntaskólann á Ísafirði á sínum tíma upp úr engu. Þar koma meðal annars fram sérstæðar upplýsingar um tilurð Tilhugalífs, minningabókar Jóns Baldvins sem kom út fyrir skömmu. Pétur Bjarnason, fyrrum skipstjóri á Ísafirði, segir frá eftirminnilegri hættuför til Englands á ísfirska fiskflutningaskipinu Richard á stríðsárunum.
Einnig er í blaðinu viðtal við gull- og silfursmiðinn Pétur Tryggva Hjálmarsson, sem á síðasta ári sneri aftur heim til Ísafjarðar. Hann á að baki langan og glæsilegan listferil erlendis sem furðufáir hér heima virðast gera sér grein fyrir. Þorsteinn Antonsson rithöfundur, sem um skeið var búsettur á Ísafirði og ritaði meðal annars umdeilda bók um þá dvöl og kynni sín af hinum innfæddu, segir í viðtali frá sérstæðri minningabók sem nefnist Höfundarsaga mín og kom út hjá Vestfirska forlaginu fyrir skömmu.

Viðtal er við tónlistarmanninn og heimshornaflakkarann Mugison, en honum finnast hljóð í fiskvinnslutækjum vera skemmtilegri en Rás 2 og Bylgjan til samans. Mugison heitir réttu nafni Örn Elías Guðmundsson og er sonur Guðmundar (Mugga) Kristjánssonar hafnarstjóra á Ísafirði. Mugison gaf fyrir skömmu út sinn fyrsta disk sem fær frábæra dóma hjá Árni Matthíassyni plöturýni í Morgunblaðinu í gær. Árni segir að platan sé allt í senn ævintýraleg, heillandi, ögrandi og bráðskemmtileg – ein af bestu og eftirtektarverðustu plötum ársins.

Jólasaga Ólafs Helga Kjartanssonar fyrrverandi sýslumanns á Ísafirði er á sínum stað í jólablaði BB eins og venjulega. Séra Örn Bárður Jónsson frá Ísafirði, sóknarprestur í Neskirkju og umdeildur rithöfundur, skrifar jólahugvekju.

Allir fastir liðir eru í blaðinu eins og venjulega og síst minna af fréttum en endranær. Auk þess eru nokkrar myndasyrpur frá skemmtanahaldi og samkomum á aðventunni.

Vegna þess hvernig helgar raðast niður yfir jól og áramót kemur næsta tölublað Bæjarins besta ekki út fyrr en miðvikudaginn 8. janúar.

Jólablaðið er hægt að skoða hér í heild á pdf-formi í Acrobat Reader (smellið á forsíðuna í dálkinum vinstra megin). Venjulega er þar einungis hægt að skoða forsíðu á nýjasta blaðinu hverju sinni. Þetta er gert núna svo að lesendur bb.is sem búsettir eru erlendis eða eiga þess lítinn kost að nálgast Bæjarins besta geti lesið það á Netinu. Sá háttur verður ekki hafður á framvegis fremur en hingað til, heldur gildir þetta aðeins um jólablaðið.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli