Frétt

DV - Sigmundur Ernir | 19.12.2002 | 09:59Taugastríð á markaði

Líklega hefur slagur íslenskra verslana um viðskiptavini sína aldrei verið harðari en nú á þessum dimmu dögum aðventunnar. Hvert tilboðið rekur annað í búðum og verslunarmiðstöðvum um allt land og verðfall er kynnt á vörum sem vanalega hafa kostað meira á þessum árstíma en alla jafna. Það er eins og kaupmenn hafi farið dagavillt – og gott betur, því janúarútsölurnar eru byrjaðar í mörgum helstu verslunum landsins sem auglýsa „aldrei lægra verð“ á varningi sínum.
Þetta er skrýtið. Og neytendur vita ekki hvaðan á sig stendur verðið. „Verð getur lækkað án fyrirvara,“ stóð á áberandi skilti í raftækjaverslun í vikubyrjun. „Kynntu þér verð annarra, við bjóðum alltaf betur,“ stóð á skilti keppinautarins í annarri búð. Darraðardansinn er stiginn um allan bæ og neytendur geta ekki annað en brosað að öllu saman. Þessu gamni hlýtur hins vegar að fylgja sú alvara að allnokkur hlutu verslana fari undir hamarinn á nýju ári. Samkeppnin er komin út í öfgar.

Þessa sér ekki síst stað á matvörumarkaði. Þar keppast menn um að bjóða jólamatinn á hlálega lágu verði. Líklegt er að þetta at verði stöku verslun ofviða en einkum þó framleiðendum sem fyrir margt löngu eru komnir að endimörkum í eigin rekstri og bjóða nú afurðir sínar langt undir kostnaðarverði. Þannig hefur til dæmis verð á svínakjöti fallið um tugi prósenta á tiltölulega skömmum tíma í haust og vetrarbyrjun og voru bændur þó komnir undir gróðamörk á búum sínum á liðnu sumri.

Annað dæmi um öfgar í samkeppni er bókastríðið sem nú geisar í verslunum landsins. Eins og DV hefur bent á eru þess dæmi að bóksalar af hvaða tagi sem er greiði allt upp undir eitt þúsund krónur með hverri bók til að laða viðskiptavini inn í verslun sína. Fremstar fara stórverslanir landsins sem bregða sér í gervi bóksala einu sinni á ári og veðja á nokkrar söluvænlegustu bækur landsins til að bæta hag sinn um hátíðarnar. Hefðbundnar bókabúðir landsins eiga fá ef nokkur svör.

Heiðarleg samkeppni er hverju samfélagi mikilvæg. Hún verður hins vegar að vera rekin innan skynsamlegra marka. Það græðir enginn til lengdar á lönguvitleysunni sem nú fer fram úti á harkalegum og miskunnarlausum markaðnum, allra síst neytendur sem sitja uppi með herkostnaðinn í hærra vöruverði þegar til lengri tíma er litið. Jólaútsalan sem fram fer með örvæntingarfullum hætti í verslunum landsins þessa dagana er dæmi um enn einar öfgar í íslensku viðskiptalífi.

Íslenskur sigur

Hvorki meira né minna en fjórtán söluhæstu hljómplötur á metsölulista DV eru íslenskar. Þetta segir talsverða sögu um íslenska tónlistarunnendur og ef til vill enn meiri sögu um stöðu íslenskrar tónlistar. Aðeins ein erlend hljómplata er í tuttugu efstu sætum listans og það er reyndar safndiskur með lögum amerísku sveitarinnar Nirvana sem löngu er hætt starfsemi. Þetta er einstakur sölulisti og eftir því sem best er vitað hefur íslensk tónlist ekki selst betur í nokkurn annan tíma.

Og listinn yfir íslensku sveitirnar og listamennina sem raða sér í efstu sætin er reyndar sérlega íslenskur ef að er gáð. Greinilegt er að íslenskir tónlistarmenn þurfa ekki á erlendum heitum að halda til að ná árangri á sínum vettvangi. Vinsælustu nýstirnin í íslenskri dægurlagatónlist um þessar mundir eru Írafár, Í svörtum fötum og Land og synir, að ógleymdri Sigur rós. Og sönnun þess að íslensk heiti skapa meira umtal en vandræði er að sjálfsögðu Björk. Er til íslenskara heiti?

Sigmundur Ernir

DV á Netinu

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli