Frétt

Stakkur 51. tbl. 2002 | 19.12.2002 | 09:33Aðventan og jólin!

Aðventan er sérstakur tími í hugum okkar kristinna manna. En á Íslandi og reyndar í heiminum öllum búa fleiri en þeir einir sem teljast kristnir. Stöðugt fjölgar fólki á Íslandi sem hefur ekki sömu trú og tíðkuð hefur verið hér um aldir. Samfélagið breytist og árekstrafletirnir verða fleiri. Aðventan er sá tími kirkjuársins sem ætlað er að búa okkur kristna menn undir komu jólanna. Jólin eru ein mesta hátíð kristinna og á Íslandi meira í hávegum höfð en páskar.

Aðventan er gott tækifæri til að draga sig út úr skarkala hins daglega amsturs. En notum við hana til þess? Því miður er það svo, að boðskapur jólanna er nokkuð til hlés í því mikla kapphlaupi sem þau eru orðin að, í því skyni að halda þau hátíðleg með hinni ytri umgjörð, þar sem ekkert skal til sparað. Helgihaldið hverfur í skuggann af kaupmennsku, matargerð, skreytingum og alls kyns tilburðum til þess að skerpa hina ytri umgerð og sýna sjálfum sér og öðrum að maður standi þeim jafnfætis.

Margir telja að slaka þurfi á. Aðrir sjá jólahaldið í því ljósi að án mikillar ytri umgerðar séu engin jól í raun. Þessar hugleiðingar eru ekki ætlaðar til þess að draga nokkurn niður eða halda aftur af fólki, sem nýtur þessarar miklu umgerðar jólanna, sem blasir við auganu hvert sem litið er. Hinu er ekki að neita, að jólahald dregur fram mismun lífskjara fólks, og svo er nú komið, að allstór hópur telur sig ekki hafa efni á að halda jól vegna peningaskorts.

Þegar boðskapur jólanna er hafður í huga er það afar umhugsunarvert, að kannanir skuli leiða fram þessa niðurstöðu. En það vekur jafnframt athygli, að jól eru haldin með einum eða öðrum hætti um allan heim og skiptir þá litlu hver hin ríkjandi trúarbrögð eru. Jólin virðast stundum vera áhrifamikill hluti vestrænnar menningar og hafa breiðst allvel út. Við Íslendingar erum lítil þjóð og sjáum því kannski betur en stórþjóðir hvar að kreppir, en bregðumst við alltaf við? Grípum við til aðgerða til þess að tryggja að þeir sem minna mega sín geti haldið jólin með sómasamlegum hætti? Svarið er bæði já og nei. Hjálparstofnanir reyna að sinna þeim er eiga undir högg að sækja en vafalaust er það ekki nóg.

Á aðventunni er hverjum hollt að hugsa um aðstæður sínar og sinna, njóta þess ef vel gengur af hófsemi og líta til með náunganum. Þar er kjarni kristinnar trúar, umhugsunarefnis aðventunnar og undirbúnings þess að rifja upp einu sinni enn fyrir okkur sem erum fullorðin að gleði jólanna kemur innan frá. Þau eru okkur kærkomið tækifæri til að staldra við í harki daganna og muna að við erum menn, sem eigum að læra af kærleiksboðskap Jesú Krists. Þann lærdóm geta allir nýtt sér, kristnir menn jafnt og aðrir. Njótum kyrrðar og næðis með þeim sem okkur eru kærastir og nýtum okkur hinn uppbyggjandi kraft sem fylgir jólahaldi, svo fremi við stjórnum ferðinni en látum ekki ytri umgerðina taka af okkur völdin.

Gleðileg jól, lesendur góðir, og bestu óskir um farsæld á komandi ári með þökkum fyrir samfylgdina á því ári er senn hverfur á vit fortíðarinnar.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli